Fljótsdælingar fagna Axarvegi

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fagnar áætlunum um byggingu nýs vegar um Öxi og hvetur til þess að þeim verði hraðað sem unnt er.

Lesa meira

Allir hafa skoðanir

Aron Daði Þórisson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Djúpavogs, vann til fyrstu verðlauna í ritgerðarsamkeppni sem Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni efndu til. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í dag. Yfirskrift verkefnisins er „Heimabyggðin mín“.

Lesa meira

Hugstormun á Djúpavogi


Kynningar- og hugstormunarfundur vegna áforma um styrkingu atvinnulífs í fámennum byggðarlögum.

Hótel Framtíð þriðjudaginn 12. Febrúar 2008 KL. 17:30


Fyrir skömmu var sett á laggirnar nefnd á vegum forsætisráðuneytis, sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Hvað varðar Austurland er sjónum ráðamanna m.a. beint að Djúpavogs-hreppi. Fyrir liggur að ákveðið fjármagn er „í pípunum“, eyrnamerkt áformum stjórnvalda, en jafnframt er ljóst að því aðeins ná málefni fram að ganga að hlutaðeigandi ráðuneyti viðurkenni þau og lýsi vilja til að koma að málum, eftir að hugmyndir hafa farið í gegnum „nálaraugu“ nefndar þeirrar er um ræðir og hún - eftir atvikum - mælt með framgangi þeirra.

Skv. skipunarbréfi er nefndinni, sem á að skila forsætisráðherra tillögum fyrir lok apríl 2008, m. a. ætlað að gera tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu og flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til byggðarlaga á umr. svæðum, er eiga mest í vök að verjast.

Brýnt er talið að frumkvæði og eftirfylgni með þeim tillögum, sem nefndin mun leggja til við forsætisráðherra, komi frá heimamönnum og að undirbúningur sé vandaður sem og útfærsla tillagna. Í því skyni hefur nefndin látið útbúa sérstakt eyðublað til að fylla út vegna hverrar hugmyndar. Megináherslur í tilvitnuðu ebl. (en það gæti undirrit. afhent í tölvut. formi) eru ........

Tillaga / nafn tillögu.
Lýsing / helstu atriði tillögu í stuttu en hnitmiðuðu máli.
Markmið / markmið tillögunnar tekin fram og möguleikar til framþróunar/vaxtar.
Ábyrgð og framkvæmd / Hver mun bera áb. á verkefninu t.d. ráðuneyti/stofnun í samv. við fyrirtæki/sveitarfélag.
Tímaáætlun / Hvenær er gert ráð fyrir að verkefnið hefjist og ef við á hvenær starfsemi verði komin í gang.
Stöðugildi / Hve mörg stöðugildi er áætlað að verði til með framkvæmd tillögunnar í byrjun og þegar á líður.
Kostnaðaráætlun / Skilgreindur skal kostnaður verkefnisins í stuttu máli og væntanleg arðsemi ef einhver er.
Fylgiskjöl (ef einhver eru).

Talsmenn Djúpavogshrepps telja koma til greina að sveitarfélagið og fyrirtæki / einstaklingar vinni saman að útfærslu ákv. verkefna, en ekkert virðist standa í vegi fyrir að hugmyndir verði lagðar inn til nefndarinnar frá einstökum aðilum/fyrirtækjum. Ljóst er að Djúpavogshreppur mun leggja áherzlu á verkefni, sem þegar eru komin í gang á vegum sveitarfélagsins. Við höfum óskað liðsinnis Þróunarfélags Austurlands að fullvinna hugmyndir til nefndarinnar og þyrftu því frumhugmyndir að berast þeim eigi síðar en 14. feb. Ljóst er því að vinna þarf hratt, þar sem frestur til að senda inn endanlegar ums. / hugm. rennur út 20. feb. n.k. Nefndin mun skila forsætisráðherra tillögum fyrir lok apríl nk., og er reiknað með að hún hafi lokið störfum í maí.

Ekki alveg búið að loka á umsóknir um starf sveitarstjóra



Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra á Borgarfirði Eystri virðist enn ekki vera runnin út. Jakob Sigurðsson oddviti hreppstjórnar sagði í samtali við Austurgluggann í morgun að ekki væri búið að fjalla um umsóknir þær sem hafa nú þegar borist á fundi hreppstjórnar. “Það er kannski ekki alveg búið að loka á það.” Sagði Jakob í samtali við blaðamann í morgun, en hann hefur neitað að gefa upp nöfn umsækjanda á þeim forsendum að umsóknarfrestur sé ekki runninn út.

Staða sveitarstjóra á Borgarfirði var auglýst nú fyrir nokkrum vikum, en í auglýsingunni kemur ekkert fram um hvenær umsóknarfrestur rennur út. Blaðamaður spurði hvers vegna þannig væri staðið að málum og hvort það væri til þess að hægt væri að loka fyrir umsóknir þegar “rétta” umsóknin bærist. “Það var nú ekki hugmyndin. Við auglýstum þetta heimavið fyrst. Þetta var nú bara ákvörðun sem var tekin. Ég var í sambandi við Samband Sveitarfélaga vegna auglýsingarinnar og þar var ekki gerð athugasemd við þetta atriði.”

En finnst oddvitanum þessi stjórnsýsla vera til fyrirmyndar? “Það má deila um það.” sagði Jakob.

Jakob segir að á fundi næsta mánudag verði tekin ákvörðun um hvenær umsóknarfrestur rynni út. Því er ekki hægt að ætla annað en að enn um sinn sé opið fyrir umsóknir og því ástæða til að hvetja áhugasama um að sækja um starf sveitarstjóra á Borgarfirði.

 

borggarfjord.jpg

Suzuki veður á Djúpavogi – "læðunum" stillt upp


Í frétt á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að blaðamaður Djúpavogshrepps varð var við all sérkennilega samkomu í brekkunni við grunnskólann þar í bæ. “Það kom á daginn að þarna var samankomin stjórn Súsúkífélagsins á Djúpavogi. Stjórnina skipa Kristján Guðmundsson, sem ekur um á Súsúkí Vítara og Pálmi Fannar Smárason en hann ekur um á Súsúkí Sædkikk. Tilefni fundarins var nýr meðlimur í félaginu en sá hafði fest kaup á forláta Súsúkí Vítara bifreið, árgerð 1988, áður í eigu Þóris Stefánssonar hótelstjóra. Sumir telja að kaupverðið hafi verið langt yfir markaðsverði, en flestir eru þó sammála um að kr. 1.780.000.- sé sanngjarnt verð, en það er einmitt upphæðin sem hinn stolti kaupandi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson, borgaði fyrir gripinn.” segir í fréttinni.


Ekki fer sögum um hvort Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni hafi verið boðið að gerast heiðursfélagi í klúbbnum, en hann er jú þekktur fyrir að eiga Suzuki jeppa sem hann kallar “Læðuna”.

suzuki.jpg

Lesa meira

Jökulvatn seytlar upp um rannsóknarholu

ImageVatn úr göngum Kárahnjúkavirkjunar rennur upp um rannsóknarholu sem boruð var í fyrrasumar skammt innan vegar niður að Aðgöngum eitt, fyrir ofan Valþjófsstað í Fljótsdal. Ekki er talið að hægt sé að stöðva lekann fyrr en vatnsborð lækkar í Hálslóni í vor.

 

Lesa meira

Bremsurnar biluðu

Bilaðar bremsur voru aðalástæða þess að rúta með 38 farþegum fór út af í Bessastaðafjalli í lok ágúst. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem kom út í dag.

Lesa meira

Ég byggði mér hús við hafið

Á fréttavef Borgarfjarðar Eystri má sjá leifarnar af húsi Jónasar í JG Bílum sem fauk því sem næst á haf út á dögunum á Borgarfirði. Húsið var nýlegt og stóð rétt við hafið. Frétt Borgfirðinga er undir fyrirsögninni: Ég byggði mér hús við hafið, og hreppsnefndin sagði ókei.

 En restin af fréttinni er svona: "Það var helvítis vindur og svona í dag. Húsið hans Jónasar sagði skilið við okkur og hélt á vit ævintýranna sem hinn víðfeðmi sær býr yfir, þó hann búi yfir hundrað hættum, kæri sonur."

 

Myndirnar má sjá á fréttasíðu Borgfirðinga

Lesa meira

Nýta ekki kælivatnið

Fljótsdalshreppur ætlar ekki að nýta kælivatn af hverflum Fljótsdalsstöðvar. Hugmyndir voru uppi um að nýta vatnið til atvinnurekstrar. Verð á orkunni var ekki talin samkeppnishæfur kostur fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að setja upp atvinnustarfsemi og kaupa orku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar