Sveitarfélagið á að örva atvinnustarfsemi
Hljómsveitin VAX hefur gefið út lagið Coo Coo og nýtt myndband. Bandið er skipað þeim bræðrum Halldóri og Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum, og trommuleikaranum Badda. "Hann er ekki frá Egilsstöðum." segir Villhjálmur í léttum tón. Hann er jafnframt söngvari og gítarleikari VAX. Halldór leikur á orgel og bassa.
Lagið er komið í spilun á nokkrum útvarpsstöðum, og myndbandið hefur einnig fengið talsverða spilun undanfarna daga. Ekki er annað að heyra en að þarna sé ferðinni einn af líklegum sumarslögurum í ár.
Í Austurglugganum í dag er fjallað um viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Sagt er frá því að áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er eitt þúsund og sex hundruð milljónir.
Færeyska skipið Carlton KG-381 kom með fyrsta síldarfarminn í manneldisvinnslu til Norðfjarðar í gær sunnudag.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.