


Málstofa um heimagrafreiti
Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi um heimagrafreiti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag.
Flugmaðurinn sem sigldi yfir hafið
Þýski flugmaðurinn Stefan Guzinski var kominn inn á hótelherbergi sitt í Singapúr að loknu flugi þegar honum varð litið á farsímann sinn og sá að reynt hafði verið að hringja í hann úr íslensku númeri. Það reyndist vera lögreglan á Austurlandi. Ástæðan var ekki að Stefan hefði brotið af sér heldur hafði seglskútan hans, sem hann hafði yfirgefið á Seyðisfirði nokkrum dögum fyrr, brunnið. Stefan settist niður með Austurfrétt til að segja söguna af skútunni og siglingum sínum.
„Um samskipti fólks eins og öll önnur leikrit“
Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði frumsýnir í kvöld leikritið Smán, nýtt verk eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur frá Egilsstöðum. Hún kveðst hlakka til að sjá uppsetninguna á verkinu sem hún hefur unnið að með hléum í tæp tuttugu ár.
Lærðu um hurðina frá Valþjófsstað
Nemendur á miðstigi í grunnskólum Múlaþings hafa að undanförnu rýnt í myndmál hurðarinnar frá Valþjófsstað í Fljótsdal, velt fyrir sér uppruna hennar og skapað sín eigin listaverk út frá henni.
Yfirtaka í Bláu kirkjunni
Gjörningurinn Yfirtaka verður settur upp í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði á laugardag. Þetta verður sjöunda uppsetningin á verkinu sem þróast með hverri uppfærslu.
Helgin: Nýtt íslenskt og eistnesk þjóðlög
Eistnesk þjóðlagasveit hefur ferð sína um Ísland á Egilsstöðum um helgina. Reddingakaffi, spilakvöld og ný myndlistarsýning eru meðal annars sem í boði er á Austurlandi næstu daga.
Helgin: Tónleikar, bókaútgáfa, leikrit og íþróttir
Viðburðir helgarinnar bera það með sér að lífið sé að færast í samt horf á ný eftir Covid-faraldurinn og jafnvel sé uppsöfnuð þörf.
Farsæll endir á fræknu ferðalagi
„Ég lenti í einu og öðru á leiðinni en allt gekk þetta þó upp og ég fer héðan með minningar um fallegasta land sem ég hef heimsótt,“ segir Shahaf Galil frá Ísrael. Sá vakti töluverða athygli fyrir að aka Hringveginn á kolsvörtum Ferrari sportbíl þegar Vetur konungur var farinn að gera vart við sig um land allt.