


Safna myndum úr samkomubanni
Menningarstofa Fjarðabyggðar annars vegar og Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað í samstarfi við Minjasafn Austurlands hins vegar, hafa hrundið af stað verkefnum til að safna ljósmyndum sem sýna líf Austfirðinga á tímum samkomubanns.
Dansandi sjúkraflutningafólk á Egilsstöðum vekur lukku
Myndband af dansandi sjúkraflutningahópi hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hefur vakið mikla lukku eftir að það birtist á samfélagsmiðlum í gær. Hjúkrunarfræðingur úr hópnum segir nauðsynlegt að finna leiðir til að létta lundina á erfiðum tímum.
Regnbogagatan máluð í vorblíðunni
Seyðfirðingar tóku höndum saman í morgun og máluðu Norðurgötuna í regnbogalitunum. Fegrun götunnar, sem á sínum tíma átti að vera til skamms tíma, er orðið eitt helsta kennileiti staðarins.
Gangandi kengúra, dýr og lestarvagnar
Jón Ragnar Helgason, sjómaður til þrjátíu ára á Vopnafirði, hefur hafið framleiðslu á vistvænum tréleikföngum. Þrátt fyrir að vera ekki smiður þá fellur eplið sjaldan langt frá eikinni en faðir hans og afi voru báðir smiðir. Handverkið er því í blóðinu.
Fermingarnar færðar til hausts
Eftir að ljóst var að engar fermingar yrðu um páska kusu flest fermingarbörn að færa fermingardaginn fram til hausts. Austfirskir prestar hafa að undanförnu tekið tæknina í sína þágu til að halda uppi helgihaldi.
Lundinn kom að kvöldi skírdags
Rúm vika er frá því að lundinn settist upp í Hafnarhólmann á Borgarfirði. Það gerði hann að kvöldi skírdags. Útlit er fyrir að heldur færri heimsæki fuglinn í hólmanum í ár heldur en síðustu ár.
Fyrsta sólóplatan handan við hornið
Borgfirðingurinn Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Borgfjörð er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu sólóplötu sem kemur út í sumar, en upptökum á henni lauk í síðustu viku. Aldís Fjóla segir langþráðan draum rætast með plötunni.