
„Lifi fyrir ber á haustin“
Þorbjörg Gunnarsdóttir á Egilsstöðum er mikil berjakona sem nýtur þess að fara í berjamó og útbúa góðgæti úr berjunum. „Mér líður afskaplega vel í berjamó, ein með sjálfri mér og hunangsflugunum. Þetta er mín gæðastund.“
Þorbjörg Gunnarsdóttir á Egilsstöðum er mikil berjakona sem nýtur þess að fara í berjamó og útbúa góðgæti úr berjunum. „Mér líður afskaplega vel í berjamó, ein með sjálfri mér og hunangsflugunum. Þetta er mín gæðastund.“
Austfirðingar þurfa ekki að láta sér leiðast um helgina en ýmislegt er á döfinni í fjórðungnum. Í Safnahúsinu á Egilsstöðum verður farið yfir sögu þýskra kvenna á Íslandi, haustgleði og töðugjöld verða í Burstafelli, skógarmessa í Heydalaprestakalli og tónleikar í sundlauginni í Neskaupsstað.
Elín Elísabet Einarsdóttir, teiknari, lauk í dag við veggmynd utan á Búðinni á Borgarfirði.
Þessa dagana hefja skólar göngu sína út um fjórðunginn. Nemendur á öllum skólastigum setjast aftur á skólabekk eftir sumarfrí og börn fædd árið 2013 setjast í fyrsta sinn á grunnskólabekk. Iðunn Elísa Jónsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar en fyrsti skóladagurinn hennar í Grunnskólanum á Reyðarfirði var í gær.
Eitt og annað verður um að vera á austurlandi um helgina. Meðal annars verður hægt að sækja píanótónleika í Egilsstaðakirkju, óperu í Herðubreið á Seyðisfirði, skoða heiðarbýli á Vopnafjarðarheiði með ferðafélaginu eða vera við uppsetningu skilta til minningar upp strönduð skip í Öræfum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.