Bjóða fólki að njóta skógarins

Árleg Skógargleði verður haldin í Vallanesi á sunnudag. Gleðin hefur yfirleitt fylgst Ormsteiti en öðlast nú sjálfstætt líf. Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi segir markmiðið vera að skapa skemmtilega fjölskyldustund í skóginum.

Lesa meira

Mikið fjör á Bræðslunni – Myndir

Uppselt var á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystra fyrir sléttri viku. Þannig hefur það nær ætíð verið síðan hún var fyrst haldin sumarið 2005.

Lesa meira

Samveran með fjölskyldunni skiptir mestu á Neistaflugi

Dagskrá Neistaflugs í Neskaupstað hófst í gær og heldur áfram í kvöld þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir áhersluna vera á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Austfirðingar atkvæðamiklir á Handverkshátíðinni

Ferð á Handverkshátíðina á Hrafnagili er fastur liður fyrir marga Austfirðinga í ágúst, bæði til að sýna verk sín og skoða það sem í boði er. Við bætist að annar framkvæmdastjóra hátíðarinnar í ár er að austan.

Lesa meira

Allir leggja sínar senur í púkk

Listahópurinn Orðið er Laust sýnir á miðvikudags og fimmtudag samsköpunarverk sitt Þremil á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þegar er orðið uppbókað á eina af fjórum sýningum.

Lesa meira

Austfirðingar senda níu stóra poka af barnafötum til Marokkó

Níu fullir svartir ruslapokar með barnafötum verða í byrjun september sendir frá Fáskrúðsfirði til Atlasfjalla í Marokkó. Hugmyndin um fatasöfnunina var fyrst sú að nýta ferð og tómar ferðatöskur til að taka með nokkrar flíkur en segja má að hún sé sprungin.

Lesa meira

Hugurinn getur komið þér í gegnum hvaða áskorun sem er

Fimmtán ræðarar frá Texas í Bandaríkjunum fóru í gær á róðrabrettum frá Egilsstöðum inn í Atlavík. Leggurinn var hluti af Íslandsferð þeirra sem farin er til að vekja athygli á og safna fé til styrktar sem styðja við fjölskyldur krabbameinssjúklinga.

Lesa meira

Biðlisti í hnífanámskeiðið á Smiðjuhátíð

Færri komust að en vildu á námskeið í hnífasmíði á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands sem haldin er um helgina. Hátíðin verður sú síðasta sem núverandi forstöðumaður stýrir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.