


Koss hrafnsins settur upp í Herðubreið
Æfingar hafa nú staðið í viku á óperunni Koss hrafnsins, eða The Raven‘s Kiss, sem sýnd verður í fyrsta skipti hérlendis þegar hún verður sviðsett í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Æfingar hafa staðið í rúma viku en í ýmis horn er að líta við uppsetninguna.
Halda bæjarhátíð til að afla fjár fyrir félagsaðstöðu
Bæjarhátíðin Útsæðið verður haldin á Eskifirði um helgina. Aðalhvatinn að baki henni er að afla fjár til að byggja upp félagsheimilið Valhöll og aðstöðu fyrir ungt tónlistarfólk þar steinsnar frá.
„Stelpur geta líka skotið“
Tæplega 30 konur mættu á kynningarkvöld á svæði Skotfélags Austurlands (Skaust) í Eyvindarárdal í síðustu viku. Kvöldið fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Hugur er því í hópnum til að standa fyrir fleiri viðburðum svo að konur haldi áfram að hittast og skjóta úr byssum.
Helgin: Kraftakeppni reynir á alhliða styrk
Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á Vopnafirði í kvöld og lýkur á Breiðdalsvík á sunnudag. Margir af sterkustu mönnum landsins taka þátt í keppninni sem reynir líkt og aðrar keppnir á alhliða styrk. Um helgina fer einnig fram gleðiganga á Seyðisfirði, partý í Berufirði og ný sýning opnar á Skriðuklaustri.
Rambar oft óvart á fallega staði í leit að myndefni
Dagný Steindórsdóttir heldur þessa dagana sína fyrstu ljósmyndasýningu í kaffihúsinu Hjáleigunni að Bustarfelli. Myndirnar tók Dagný á fyrri hluta ársins í náttúrunni í kringum Vopnafjörð.
„Fólk grípur pennann um leið og það veit hvað er í gangi“
Einar Hansberg Árnason er nú hálfnaður í hringferð sinni til að vekja athygli á átaki Unicef „Stöðvum feluleikinn“ þar sem barist er gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar skíðar, rær og hjólar í 36 sveitarfélögum hringinn í kringum landið og fer um Austfirði í dag.
Fljótsdalsdagurinn orðinn að heilli helgi
Fljótsdælingar ætla að gera sér glaða daga um helgina og halda upp á töðugjöld. Til þessa hafa Fljótsdælingar verið með einn dag sem hluta af Ormsteiti en gleðin teygir sig nú yfir fjóra daga. Oddvitinn segir að vilji hafi verið til að gefa viðburðum í sveitinni meira rými.