Hallormsstaðarskóli kynnir nýtt nám í sjálfbærni og sköpun

Hallormsstaðarskóli, sem áður hét Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, er að hefja nýtt skeið í starfsemi sinni. Námið í skólanum verður framvegis með áherslu á sjálfbærni og sköpun og sérfræðingar kenna stök námskeið, sem almenningi gefst í völdum tilfellum tækifæri til að skrá sig á.

Lesa meira

Koss hrafnsins settur upp í Herðubreið

Æfingar hafa nú staðið í viku á óperunni Koss hrafnsins, eða The Raven‘s Kiss, sem sýnd verður í fyrsta skipti hérlendis þegar hún verður sviðsett í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Æfingar hafa staðið í rúma viku en í ýmis horn er að líta við uppsetninguna.

Lesa meira

„Stelpur geta líka skotið“

Tæplega 30 konur mættu á kynningarkvöld á svæði Skotfélags Austurlands (Skaust) í Eyvindarárdal í síðustu viku. Kvöldið fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Hugur er því í hópnum til að standa fyrir fleiri viðburðum svo að konur haldi áfram að hittast og skjóta úr byssum.

Lesa meira

Helgin: Kraftakeppni reynir á alhliða styrk

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á Vopnafirði í kvöld og lýkur á Breiðdalsvík á sunnudag. Margir af sterkustu mönnum landsins taka þátt í keppninni sem reynir líkt og aðrar keppnir á alhliða styrk. Um helgina fer einnig fram gleðiganga á Seyðisfirði, partý í Berufirði og ný sýning opnar á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Rambar oft óvart á fallega staði í leit að myndefni

Dagný Steindórsdóttir heldur þessa dagana sína fyrstu ljósmyndasýningu í kaffihúsinu Hjáleigunni að Bustarfelli. Myndirnar tók Dagný á fyrri hluta ársins í náttúrunni í kringum Vopnafjörð.

Lesa meira

„Fólk grípur pennann um leið og það veit hvað er í gangi“

Einar Hansberg Árnason er nú hálfnaður í hringferð sinni til að vekja athygli á átaki Unicef „Stöðvum feluleikinn“ þar sem barist er gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar skíðar, rær og hjólar í 36 sveitarfélögum hringinn í kringum landið og fer um Austfirði í dag.

Lesa meira

Fljótsdalsdagurinn orðinn að heilli helgi

Fljótsdælingar ætla að gera sér glaða daga um helgina og halda upp á töðugjöld. Til þessa hafa Fljótsdælingar verið með einn dag sem hluta af Ormsteiti en gleðin teygir sig nú yfir fjóra daga. Oddvitinn segir að vilji hafi verið til að gefa viðburðum í sveitinni meira rými.

Lesa meira

Ísinn nefndur eftir sögupersónum úr Vopnfirðingasögu

Í Hjáleigunni, kaffihúsinu við hlið minjasafnsins að Bustarfelli í Vopnafirði, má í sumar bragða á heimagerðum rjómaís þar sem bragðtegundirnar eru nefndar eftir sögupersónunum úr Vopnfirðingasögu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.