„Eyvindará kom bara upp í hendurnar á okkur af tilviljun”

„Við förum oftast fyrst á fætur á morgnana og síðust að sofa á kvöldin,” segir Sigurbjörg Inga Flosadóttir sem rekur Hótel Eyvindará ásamt manni sínum Ófeigi Pálssyni. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti þau á dögunum.

Lesa meira

Natalia Ýr mun kenna börnum í Ghana stærðfræði í sumar

„Er í lagi að þú hringir eftir svona tíu mínútur, er að bíða eftir að ein kind beri hjá mér,” sagði Natalia Ýr Jóhannsdóttir við blaðamann í morgun, varðandi umsamið símtal vegna ferðar hennar til Ghana sem hefst á föstudaginn.

Lesa meira

Vorveður á TTT móti við Eiðavatn

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi hélt árlegt TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn á dögunum. Mótið fór vel fram að venju að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur, héraðsprests á Austurlandi.

Lesa meira

„Við tókum ítölskuna alla leið”

„Við ákváðum að breyta algerlega um konsept, færa okkur yfir á ítalska vísu, en þó eru nokkrir réttir með íslensku tvisti,” Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, um veitingastaðinn Glóð í Valaskjálf, sem nýlega var opnaður aftur eftir breytingar. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Glóð fyrir stuttu. 

Lesa meira

Líf og fjör á dansnámskeiði

Dansinn dunar á Austurlandi þessa dagana, en Dansstúdíó Emelíu stendur fyrir námskeiði fyrir börn sem haldin eru á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Lesa meira

Að sjá hið ósýnilega

„Æskuvinkona mín, Sunna Sigfúsdóttir, er ein þeirra kvenna sem segja sögu sína í myndinni. Hún er hæfileikarík og fluggáfuð en þegar ég var búin að fylgjast með hrakförum hennar á vinnumarkaði og einkalífinu, sem og lesa bókina hennar „CV of a Martian“ fór ég að spá í að kannski væri hún á einhverfurófi og sagði það við hana. Sunna segir svo frá rest í myndinni,” segir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, félagsmálastjóri í Fjarðabyggð um heimildamyndina Að sjá hið ósýnilega sem sýnd verður á Eskifirði annað kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar