Helgin: Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!

Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? er yfirskrift málþings sem fram fer í Minjasafni Austurlands á laugardaginn. Þar verður fjallað um þjóðlegt handverk og hefðir í víðum skilningi og gestum gefst einnig kostur á að fá ráðgjöf varðandi þjóðbúninga frá sérfræðingum. Þá verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða á Austurlandi um helgina. 

Lesa meira

Húsgögn sem nýtast einnig sem leikföng

Kvenfélag Reyðarfjarðar styrkti nýverið Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði til kaupa á húsgögnum sem einnig nýtast sem leikföng og eiga að nýtast til að örva leik- og hreyfiþroska barnanna.

Lesa meira

Heillaðist af tækninni í sjávarútvegi

Fanney Björk Friðriksdóttir er 26 ára Vopnfirðingur og starfar sem gæðastjóri HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og segir að sjávarútvegurinn sé að þróast frá því að vera jafn mikill karlageiri og hann hefur verið.

Lesa meira

Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”

„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.

Lesa meira

Líf með litum - Sumarsýning Tryggvasafns

Ný sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á morgun laugardag og ber hún heitið Líf með litum. Á sýningunni eru 42 verk og er henni ætlað að gefa gott yfirlit um allan listamannsferil Tryggva Ólafssonar. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1954, þegar listamaðurinn var 14 ára að aldri, en nýjustu myndirnar eru frá árinu 2017.

Lesa meira

„Mikill sköpunarkraftur í ungum stelpum á Austurlandi“

Samtökin Stelpur Rokka! standa fyrir rokkbúðum fyrir stelpur og konur á Austurlandi í sumar. Guðrún Veturliðadóttir framkvæmdarstýra Stelpur Rokka! á Austurlandi segir mikinn sköpunarkraft búa í austfirskum stelpum.

Lesa meira

Helgin: „Tónlistarsagan í ME er mögnuð“

Haldið verður uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld með pompi og prakt. Elín Rán Björnsdóttir er formaður afmælisnefndar en hún segir að gera eigi menningarsögunni í skólanum hærra undir höfði í kvöld en gert hefur verið í tengslum við fyrri afmæli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.