„Maður gerir ekki uppá milli barnanna sinna, ég elska þá alla,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem ættuð er frá Fáskrúðsfirði, um kjólana sína, en áramótaheitið hennar í ár snýr að því að kynna einn kjól á mánuði úr safninu á heimasíðunni sinni.
„Það er frábært að hægt sé að sækja í þennan sjóð og mikil hvatning til þess að fara í tónlistarnám,” segir Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir frá Eskifirði, en hún var önnur tveggja sem hlaut styrk úr minningarsjóði Ágústar Ármanns fyrir stuttu.
„Það verður mikið stuð hjá okkur í kvöld en þá ætlum við að kynna sýningar sem verða á verkum Dieter Roth í Angró, gömlu sögufrægu húsi hér á Seyðsifirði í sumar,“ segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Seyðisfjarðar.
Rúnar Snær Reynisson á Egilsstöðum sigraði smásagnasamkeppni sem haldin var í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar Sameinuðu þjóðanna í desember og hlaut að launum dvöl í gestaíbúð fyrir listamenn í Marseille í Frakklandi.
Stofnaður hefur verið styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey sem ætlað er að styrkja ungt fólk með búsetu í Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi.
„Í kjölfar auglýsingar um tónleika okkar í Bæjarbíó Hafnarfirði næskomandi helgi barst mér ómerkt sending í pósti sem innihélt videospólu með fyrsta myndbandi sveitarinnar sem við töldum týnt og tröllum gefið,” segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, söngvari hljómsveitarinnar SúEllen frá Norðfirði.
„Það er áskorun fyrir alla að leggja frá sér símana í tólf tíma án þess að upplifa að maður sé að missa af einhverju,” segir Eva Jónudóttir, verkefnastjóri verkefnisins Heilsueflandi samfélag á Seyðisfirði, sem stendur fyrir símalausum samverusunnudegi á Seyðisfirði um helgina.