


Daníel Geir nýr framkvæmdastjóri Franskra daga
Daníel Geir Moritz hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Daníel Geir segist hlakka til vinnunnar sem framundan er við að undirbúa hátíð sumarsins.
Garga, góla, gráta og hlægja yfir norðurljósunum
„Aðal spurningin er hvort það verði norðurljós í kvöld og þá klukkan hvað,” segir Fjóla Þorsteinsdóttir, leiðsögumaður í Norðurljósahúsi Íslands á Fáskrúðsfirði. Þátturinn Að Austan á N4 leit þar við á dögunum.
„Við erum ekkert að reyna að ganga fram af hlustendum”
„Einhvernveginn þróaðist bókaklúbbur okkar vinkvennanna, sem haldið er úti landshorna á milli, í hlaðvarp,” segir Birna Ingadóttir á Reyðarfirði, sem ásamt tveimur vinkonum sínum er með hlaðvarpsþáttinn Ískisur á Storytel þar sem þær deila umræðum sínum um Ísfólkið, létterótísku bókaseríuna sem tröllreið íslensku samfélagi á 9. áratuginum.
Söngleikurinn ádeila nemenda á þriggja ára menntaskólakerfið
„Áhorfendur mega búast við mikilli skemmtun og einnig því að átta sig betur á því um hvað við unglingarnir erum að hugsa,” segir Hildur Vaka Bjarnadóttir Klausen, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið frumsýnir söngleikinn Thriller í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur í Valaskjálf á laugardagskvöldið.
„Hvernig verðleggur maður ástríðu mömmu sinnar?“
„Könnusafnið var í eigu móður minnar, Birnu Þórunnar Aðalsteinsdóttir, eða Binnu í Sigtúni á Borgarfirði eystra,“ segir Ragnhildur Sveina Árnadóttir á Egilsstöðum, aðspurð út í sérstakt safn sem auglýst var til sölu á síðunni Til sölu á Austurlandi fyrir stuttu.