


Helgin: Gönguskíði henta öllum aldurshópum
„Ég myndi segja að það væri vakning fyrir gönguskíðum og við í ungmennafélaginu Þristunum viljum leggja okkar af mörkum í þeirri þróun,” segir Hildur Bergsdóttir, um gönguskíðanámskeið sem haldi verður í Selskógi um helgina.
„Ég vil að fólk væli minna og brosi meira“
Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og væntingar. Austurglugginn fór á stúfana á Reyðarfirði og náði tali af nokkrum bæjarbúum og lagði fyrir þá spurninguna: Hvaða væntingar hefur þú til ársins 2019? Hér er brot af því besta.

„Náttúran skipar risastóran sess í blaðinu“
„Um er að ræða hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og unglinga sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna,“ segir Ágústa Margrét Arnardóttir á Djúpavogi, en fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ kemur út í maí.
„Ég hélt að ég yrði poppstjarna en varð lögga“
Lögreglufulltrúinn Steinar Gunnarsson frá Norðfirði var á dögunum kosinn maður ársins 2018 á Austurfrétt. Steinar er í yfirheyrslu vikunnar.
Fimm Austfirðingar í framboði til Stúdentaráðs
Fimm Austfirðingar eru í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár, allir á lista Röskvu, en kosið verður næstu tvo daga. Forseti framboðsins segir framboðið ganga hnarreist til kosninganna eftir að hafa verið í meirihluta síðustu tvö ár.
Tvö austfirsk verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Tvö menningarverkefni, sem haldin eru árlega á Seyðisfirði, eru meðal þeirra sex sem tilnefnd eru til Eyrarrósarinnar í ár. Verðlaunin verða afhent á morgun.
Tyrkjaránið safaríkur hluti af sögu Austurlands
Sagnfræðingur telur Austfirðinga eiga tækifæri í að gera sögu Tyrkjaránsins á svæðinu hærra undir höfði. Yfir 100 manns voru numin burtu af svæðinu en aðrir sluppu með að felast í Austfjarðaþokunni.