


„Þetta mun hjálpa helling”
„Það er frábært að hægt sé að sækja í þennan sjóð og mikil hvatning til þess að fara í tónlistarnám,” segir Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir frá Eskifirði, en hún var önnur tveggja sem hlaut styrk úr minningarsjóði Ágústar Ármanns fyrir stuttu.
Kynningar á sýningum sumarsins í Angró í kvöld
„Það verður mikið stuð hjá okkur í kvöld en þá ætlum við að kynna sýningar sem verða á verkum Dieter Roth í Angró, gömlu sögufrægu húsi hér á Seyðsifirði í sumar,“ segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Seyðisfjarðar.
„Á hverju sumri stelst ég upp í Vallholt í Fljótsdal til að skrifa”
Rúnar Snær Reynisson á Egilsstöðum sigraði smásagnasamkeppni sem haldin var í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar Sameinuðu þjóðanna í desember og hlaut að launum dvöl í gestaíbúð fyrir listamenn í Marseille í Frakklandi.
Austfirðingur í keppninni um kokkur ársins
Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir frá Egilsstöðum er meðal þeirra tíu sem í dag taka þátt í forkeppni um verðlaunin Kokkur ársins 2019.
Sjóðnum ætlað að styrkja ungt fólk til náms
Stofnaður hefur verið styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey sem ætlað er að styrkja ungt fólk með búsetu í Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi.
Öskudagur 2019: Meiri metnaður í búningum en minni í söng – Myndir
Austfirsk börn lögðu í gær leið sína á milli fyrirtækja og stofnana íklædd skrautlegum búningum, sungu fyrir viðstadda og fengu góðgæti að launum.
SúEllen barst nafnlaus sending frá Akureyri
„Í kjölfar auglýsingar um tónleika okkar í Bæjarbíó Hafnarfirði næskomandi helgi barst mér ómerkt sending í pósti sem innihélt videospólu með fyrsta myndbandi sveitarinnar sem við töldum týnt og tröllum gefið,” segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, söngvari hljómsveitarinnar SúEllen frá Norðfirði.