


Grýla íhugar ekki að gerast áhrifavaldur
„Nei, ertu alveg galin, ég hleypi þeim nú ekki beint í kræsingarnar,“ segir tröllkonan Grýla, aðspurð að því hvort hún ætli að mæta með börnin sín á hina árvissu Grýlugleði sem haldin verður á Skriðuklaustri á sunnudaginn. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.
„Hugsaði um hvað hreyfðist í skóginum“
Tveir nemar við Menntaskólann á Egilsstöðum skipta með sér fyrstu verðlaunum í samkeppni um hönnum jólakorta fyrir Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði í ár.
Þjóðsöngurinn sunginn saman - Myndir
Dagskrá fullveldishátíðarinnar á Egilsstöðum á laugardag lauk á því að gestir risu úr sætum sínum. 100 ára afmælis fullveldis Íslands var fagnað víða um fjórðunginn þrátt fyrir fannfergi.
Losa 2100 hluti út af heimilinu í desember
„Það eru sirka fjögur ár síðan að ég sá að þetta var orðið glórulaust rugl og ég var orðinn fangi eigna minna,“ segir Ágústa Margrét Arnardóttir á Djúpavogi sem ætlar að vera með nýstárlegt jóladagatal á sínu heimili í desember.
„Við konurnar erum ekki hissa á þessum tölum“
Um fimmtíu manns tóku þátt í göngu Soroptimistaklúbbs Austurlands gegn kynbundnu ofbeldi á Seyðisfirði í gær. Formaður klúbbsins fagnaði því að konur væru farnar að safna kjarki til að segja frá ofbeldi sem þær verða fyrir.
Ferskir vindar úr Vesturheimi blésu um Ísland í aðdraganda fullveldis
Upplýsingar frá Íslendingum sem flust höfðu til Kanada höfðu mikil áhrif á baráttu Íslands fyrir fullveldi og uppbyggingu í landinu um það leiti. Þetta var meðal þess sem rætt í Verkmenntaskóla Austurlands þegar 100 ára fullveldi Íslands var fagnað þar í morgun.
Líf og fjör á jólamarkaði Dalahallarinnar
Hinn árlegi jólamarkaður æskulýðsdeildar hestamannafélagsins Blæs í Norðfirði var haldinn í Dalahöllinni á Norðfirði síðastliðinn sunnudag, en segja má að hann marki upphaf jólaundirbúningsins í Fjarðabyggð.