


„Ég vildi fanga stemminguna og kraftinn sem býr í landinu“
„Verkin eru hugsuð sem minningarbrot úr æsku af svæðinu,“ segir Héraðsbúinn Heiðdís Halla Bjarnadóttir sem opnaði sýninguna Hér/Here á Skriðuklaustri í byrjun júní.
Ertu laumupenni sem vilt koma þér á framfæri?
„Þetta er einstök hugmynd að því leytinu að við vitum ekki hverjir munu skrifa verkið eða hvernig það verður. Höfundar og laumupennar sem eru búsettir annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu geta sent inn örsögur, aðstæðulýsingar og stutta leikþætti sem tengjast einangrun,“ segir Árni Kristjánsson leikstjóri og annar stjórnandi leikhópsins Lakehouse, sem nú óskar eftir textabrotum frá skáldaglöðum einstaklingum.
Vinnur lágmyndir í kletta á Stöðvarfirði
„Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki sem hefur komið til að sjá verkið, það tengir við myndefnið sem það sér grafið í steininn,“ segir bandaríski listamaðurinn Kevin Sudeith, sem hefur undanfarnar vikur unnið að lágmyndum sem hann sker í kletta á Stöðvarfirði. Myndirnar verða afhjúpaðar og kynntar næstkomandi laugardag.„Austurland er gamla Ísland“
„Þó svo við höfum alltaf verið með erlenda ferðamenn í bland, þá eru langflestir okkar kúnna Íslendingar og eru enn. Við reynum að sérhæfa okkur í Austurlandi,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tanna Travel á Eskifirði, en hún var í forsíðuviðtali síðasta Austurglugga.
„Við lofum hörkutónleikum um helgina“
„Vonandi tekst okkur að koma einhverjum á óvart,“ segir saxafónleikarinn Garðar Eðvaldsson, sem heldur ásamt tvenna tónleika í fjórðungnum um helgina ásamt hljómsveit sinni, en þeir eru hluti af tónleikaferðalagi sveitarinnar um landið. Garðar er í yfirheyrslu vikunnar.
„Á tæpri viku er búið að baka ansi margar sandkökur í nýja kofanum“
„Þeim finnst þetta æðislegt og leika sér mikið bæði i kofanum og sandinum, bera í okkur sandkökur og mjólk allan liðlangan daginn,“ segir Anna Sigrún Benediktsdóttir á Reyðarfirði, en fjölskyldan nýtti trjáboli úr garðinum og fleira afgangsefni til kofasmíði fyrir börnin.
„Þetta eru ekki sparimyndir sem krakkar mega ekki koma nálægt“
„Það er æðislegt að sjá litina færa líf í fiðurféð,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, sem setti upp sýninguna Fjaðrafok á Egilsstaðaflugvelli í gær, en flugvallargestir eru hvattir til þess að lita fimm flennistórar teikningar af fuglum meðan beðið er.