„Það verða yfir 100 nemendur í heildina í sumar“

„Það hefur tekist vel hingað til og er það ástæða þess að ég kem alltaf austur á hverju sumri,“ segir Emelía Antonsdóttir Crivello, en hún verður með dans- og leiklistarnámskeið bæði í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði í sumar.

Lesa meira

Ertu laumupenni sem vilt koma þér á framfæri?

„Þetta er einstök hugmynd að því leytinu að við vitum ekki hverjir munu skrifa verkið eða hvernig það verður. Höfundar og laumupennar sem eru búsettir annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu geta sent inn örsögur, aðstæðulýsingar og stutta leikþætti sem tengjast einangrun,“ segir Árni Kristjánsson leikstjóri og annar stjórnandi leikhópsins Lakehouse, sem nú óskar eftir textabrotum frá skáldaglöðum einstaklingum.

Lesa meira

Vinnur lágmyndir í kletta á Stöðvarfirði

„Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki sem hefur komið til að sjá verkið, það tengir við myndefnið sem það sér grafið í steininn,“ segir bandaríski listamaðurinn Kevin Sudeith, sem hefur undanfarnar vikur unnið að lágmyndum sem hann sker í kletta á Stöðvarfirði. Myndirnar verða afhjúpaðar og kynntar næstkomandi laugardag. 

Lesa meira

„Austurland er gamla Ísland“

„Þó svo við höfum alltaf verið með erlenda ferðamenn í bland, þá eru langflestir okkar kúnna Íslendingar og eru enn. Við reynum að sérhæfa okkur í Austurlandi,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tanna Travel á Eskifirði, en hún var í forsíðuviðtali síðasta Austurglugga.

Lesa meira

„Við lofum hörkutónleikum um helgina“

„Vonandi tekst okkur að koma einhverjum á óvart,“ segir saxafónleikarinn Garðar Eðvaldsson, sem heldur ásamt tvenna tónleika í fjórðungnum um helgina ásamt hljómsveit sinni, en þeir eru hluti af tónleikaferðalagi sveitarinnar um landið. Garðar er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

„Á tæpri viku er búið að baka ansi margar sandkökur í nýja kofanum“

„Þeim finnst þetta æðislegt og leika sér mikið bæði i kofanum og sandinum, bera í okkur sandkökur og mjólk allan liðlangan daginn,“ segir Anna Sigrún Benediktsdóttir á Reyðarfirði, en fjölskyldan nýtti trjáboli úr garðinum og fleira afgangsefni til kofasmíði fyrir börnin.

Lesa meira

„Þetta eru ekki sparimyndir sem krakkar mega ekki koma nálægt“

„Það er æðislegt að sjá litina færa líf í fiðurféð,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, sem setti upp sýninguna Fjaðrafok á Egilsstaðaflugvelli í gær, en flugvallargestir eru hvattir til þess að lita fimm flennistórar teikningar af fuglum meðan beðið er.

Lesa meira

KYNNING: „Tryggingar snúast um að veita hugarró“

Arnar Jón Óskarsson tók við starfi útibússtjóra Sjóvár á Egilsstöðum í byrjun mars. Hann hefur nær alla tíð verið búsettur á Héraði og þekkir því þjónustusvæðið vel. Arnar segist hafa gaman af mannlega þættinum í tryggingunum en utan vinnunnar þjálfar hann fangbrögð. Það áhugamál hefur dregið hann víða um heim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar