Lifandi handverkssölusýning verður í Valhöll á Eskifirði seinnipartinn í dag og um helgina, en að viðburðinum standa handverksfólk í Fjarðabyggð í samvinnu við Sesam brauðhús og Vífilfell. Fjögur skemmtiferðaskip koma til hafnar á Eskifirði á tímabilinu, með alls um 2200 farþega.
Varp æðarfugls á Borgarfirði eystra er með seinna móti í ár. Magnús Þorsteinsson, bóndi í Höfn sem nytjað hefur fuglinn í áratugi, segir fuglinn kunna að meta hjálp mannsins við að búa honum skjól.
Nokkrir aðilar hafa komið vikulega um áraraðir og skemmt íbúum hjúkrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum. Í dag voru þessir einstaklingar heiðraðir fyrir dýrmætt framlag sitt til hjúkrunardeildarinnar með heiðursathöfn í nýjum húsakynnum deildarinnar á Egilsstöðum, Dyngju. Þessir aðilar eru þau Kristmann Jónsson, Broddi Bjarnason, Guðni Þórarinsson og Rannveig Árnadóttir.
Grunnskólar af Austurlandi eiga hátt hlutfall þeirra nemenda sem komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og taka þátt í vinnusmiðju sem verður í Háskólanum í Reykjavík.
Eskfirðingurinn Eiríkur Þór Hafdal og félagi hans Héraðsbúinn Flosi Jón Ófeigsson, sigruðu í tökulagakeppni aðdáendaklúbba Eurovision sem fram fór í Vín síðastliðinn föstudag.