Mennska leitarvélin Guðmundur er nýjasta útspil Íslandsstofu í landkynningum. Hann fékk í vikunni spurningu um hvar á Austfjörðu væri best að slaka á og hlaða batteríin.
Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel, var áberandi á vefmiðlum landans í liðinni viku eftir að hún skrifaði pistilinn „Ég get ekki meir" – en hann má lesa hér.
Héraðsbúinn Hjalti Jón Sverrisson gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu og ber hún nafnið Eins og hindin þráir vatnslindir. Hjalti Jón er fjölhæfur tónlistarmaður en hann spilar alla tóna plötunnar sjálfur, auk þess að syngja. Textar plötunnar eru innblásnir af trúarlegum og tilvistarlegum pælingum, en Hjalti hefur undanfarin ár numið guðfræði við Háskóla Íslands.
Pálmi Gunnarsson og Jón Ólafsson verða með tónleika í Valaskjálf á sunnudagskvöldið, en það er einn þeirra fjölmörgu viðburða sem standa til boða á Austurlandi um helgina.