Eva Hrund Sigurðardóttir Kjerúlf komst aldeilis í fréttir vikunnar eftir að Austurfrétt greindi frá því hvernig hún lagði fyrir tíu krónur á dag og sparaði þannig fyrir hrærivél. Eftir það höfðu fleiri fjölmiðlar samband við Evu og sögðu frá þessu skemmtilega uppátæki.
Listahátíðin List án landamæra er enn í fullum gangi á Austurlandi. Mikið var um að vera á Egilsstöðum og Djúpavogi síðastliðna helgi, en hátíðin var sett á þeim stöðum á laugardaginn. Opnunarhátíð verður á Seyðisfirði og Vopnafirði í dag, í Fjarðabyggð á morgun og á Borgarfirði eystra á laugardaginn kemur.
Það vakti hörð viðbrögð þegar Upplýsingamiðstöð Austurlands var lokað í nóvember síðastliðnum, en þörf fyrir markvissa upplýsingagjöf eykst sífellt með vaxandi ferðamannastraumi og veðurfarslegum aðstæðum á landinu hverju sinni. Ferðamálastofa var harðlega gagnrýnd fyrir knappt framlag frá ríki til að sinna þessari þjónustu.
Sextugasta fjölumdæmisþing Lionshreyfingarinnar á Íslandi fer fram á Seyðisfirði um helgina og er haldið af Lionsklúbbi Seyðisfjarðar og Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur hátíðarræðu á Einarsvöku sem haldin verður í Heydalakirkju á uppstigningadag, fimmtudaginn 14. maí.
Biophilia-tónvísindasmiðjur, vindmyllur, vísindaheimspeki, stjörnufræði og japanska er meðal þeirra námskeiða sem í boði verða í eldri bekkjum Grunnskóla Vopnafjarðar þegar Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Vopnafjörð heim helgina 15. til 16. maí, en hún er hluti af Norrænu þekkingarlestinni.
Eva Hrund Kjerúlf lagði fyrir tíu krónur á dag í fimmtán ár og keypti sér Kitchenaid-hrærivél fyrir upphæðina sem hafði safnast. Eva Hrund býr ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum. Eftir að hafa ábendingu um þetta skemmtilega mál setti Austurfrétt sig í samband við Evu og fékk hana til þess að segja sögunum um „tíkalladolluna".