Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, kemur í tveggja daga heimsókn til Austurlands í tilefni rússneskrar kvikmyndavikur. Sýndar verða myndir á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.
Leikarar og starfsfólk Fortitude-þáttanna eru afar ánæðgir með reynslu sína af Austfjörðum sem tökustað. Ein af aðalleikurunum segir að honum líði þar eins og heima hjá sér.
Rafpopptvíeykið Lily The Kid er hugarfóstur systkinanna Lilju Jónsdóttur og Halls Jónssonar. Þau Lilja og Hallur eru engir aukvisar þegar kemur að tónlistarsköpun og hafa þau verið að gera tónlist saman og í sitthvoru lagi til fjölda ára.
Fyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna fór fram á laugardaginn. Vetrarhlaupasyrpan samanstendur af sex 10 km hlaupum sem fara fram síðasta laugardag í mánuði frá október fram í mars.
Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Ráðning hennar tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur lokið meistaranámi í jarðfræði við Háskóla Íslands og sambærilegri gráðu í óperusöng frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg.
Á morgun verður ráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík í tilefni af tíu ára afmæli menningarsamstarfs jaðarsvæðanna Austurlands og Vesterålen í Noregi en það hefur getið af sér fjölda menningarviðburða og verkefna sem eflt hafa menningarlíf svæðanna til muna.
Heimildarmyndin „Háski í Vöðlavík" verður frumsýnd á Eskifirði og í Neskaupstað í kvöld. Myndin fjallar um strand Bergvíkur VE 505 í Vöðlavík í desember árið 1993 og baráttu björgunarmanna við að ná skipinu aftur á flot.
Í dag föstudaginn 24. október kl. 16 verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri Héraðsskjalasafns Austfirðinga á Egilsstöðum. Sýningin er hluti af lokaverkefni Báru Stefánsdóttur héraðsskjalavarðar til MA prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands
700IS Hreindýraland verður opnuð laugardaginn 25. október klukkan 17.00 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hátíðin er haldin í 9. sinn og er þemað í ár ljóð á skjá, þar sem bæði er unnið með listafólki sem vinnur með vídeó og hljóð, en einnig sem vinna með texta og ljóð.