Hárstofa Sigríðar og Staupasteinn á Reyðarfirði lofa stuð á stemmningu á laugardagskvöldið 11. október næst komandi þegar Konukvöldið mikla fer fram í þriðja sinn.
Þar sem búið er að staðfesta tilvist Lagarfljótsormsins vill Þjónustusamfélagið á Héraði hvetja fólk til að reyna að ná myndum af okkar frægasta íbúa og mun nú framvegis halda árlega ljósmyndasamkeppni um bestu myndina af orminum.
Sif Hauksdóttir hefur svo sannarlega í mörg horn að líta. Eftir að hafa starfað sem kennari í mörg ár tók hún við sem skólastjóri Grunnskóla Breiðdalshrepps í sumar. Hún rekur sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki og þann 15. október næstkomandi hefur hún störf sem sem verkefnastjóri Breiðdalshrepp þar sem hún og hreppsnefndarmenn munu skipa með sér starfi sveitastjóra. Sif mun samt sem áður gegna stöðu skólastjóra áfram en hluta kennsluskyldu verður létt af henni.
Norðfirðingurinn Daníel Geir Moritz er nýráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins sem gefið er út á vegum stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segist ætla að viðhalda blaðinu sem hagsmunariti stúdenta en blanda við það skemmtiefni.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Austurlandi og út um allan heim föstudaginn 10. október nk. Yfirskrift dagsins í ár er Lifað með geðklofa.
Laugardaginn 11. október verður útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson mannfræðing fagnað í Löngubúð á Djúpavogi. Bókin fjallar um lífshlaup Hans Jónatans, karabíska þrælsins sem gerðist verslunarmaður á Djúpavogi. Hans Jónatan var einnig fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að hér á landi.
„Þögn lambanna, öskur eldfjallsins," er yfirskrift greinar sem birtist í bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes í síðustu viku. Aðalviðmælandi greinarinnar er Sigríður Lund Hermannsdóttir, blaðamaður Austurfréttar sem nýverið vatt sínu kvæði í kross og fluttist austur til að gerast fjárbóndi.