Sesselja Bára Jónsdóttir, fulltrúi Knellunnar á Eskifirði, sigraði í söngkeppni SamAust. Í hönnunarkeppninni Stíl báru fulltrúar Þrykkjunnar á Höfn sigur úr býtum.
Austurbrú vinnur nú að norrænu rannsóknarverkefni á fjárhags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menningarverkefni og viðburði á heimaslóðum.
Það er ekki á hverjum degi sem fólk getur skellt sér á námskeið til að læra um meistara Megas. En eitt slíkt verður haldið á Reyðarfirði mánudaginn 24. nóvember næst komandi.
Líkt og undanfarin ár hefur VÍS síðustu vikur boðið viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi húfu eða eyrnaband fyrir börn á næstu skrifstofu.
Þeir eru metnaðarfullir krakkarnir í 9. bekk í Nesskóla á Neskaupsstað og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Síðustu daga hafa þau sýnt fyrir fullu húsi leikritið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Árleg sýning SAM-félagsins, grasrótarfélags skapandi fólks á Austurlandi, á lokaverkefnum austfirskra listháskólanema var opnuð í Menntaskólanum á Egilsstöðum í síðustu viku.