Útgáfufélag Austurlands ehf. og Austurfrétt ehf., sem gefur út fréttavefinn austurfrett.is, hafa gert með sér samkomulag um að Austurfrétt sjái um útgáfu vikublaðsins Austurgluggans út maí.
Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýndi um helgina leikverkið Gull í tönn. Verkið er samið af Ásgeiri Hvítaskáldi sem jafnframt er leikstjóri. Hann fór af stað til að skrifa verk sem gerst gæti í samfélaginu á Héraði.
Hammond-hátíðin á Djúpavogi verður sett í kvöld þegar á svið stíga á svið RockStone frá Grunnskóla Djúpavogs, Vax og Mono Town. Hátíðarstjórinn segir miðasölu aldrei hafa gengið betur.
Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir í kvöld gamanleikinn Skvaldur í Egilsbúð. Leikritið er hið þriðja sem sett er þar á svið í vetur. Formaður félagsins segir mikinn áhuga á starfi þess og fleiri hafi viljað komast að í hlutverk en fengu.
Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir um helgina síðustu sýningu leikverksins Villa og sjóræningjarnir. Aðalleikkonan aðeins ellefu ára gömul og margir leikaranna eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði.
Félagsskapur sem kallar sig Orkuboltana stendur fyrir fyrirlestri í Neskaupstað í dag um hvernig nota má hitamyndavélar til að greina varmatap í húsum og spara orku. Fyrirlesari en Baldvin Harðarson frá Hitamyndum í Færeyjum.
Ungmennafélögin Ásinn og Þristur auk legóhóps Brúarásskóla hlutu styrki á nýafstöðnum aðalfundi Lionsklúbbsins Múla. Klúbburinn var að ljúka sínu 44. starfsári.
Krakkar úr æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði leggja land undir fót um helgina og halda á suðvesturhornið til að kynna Vinavikuna sem þeir halda í októbermánuði ár hvert í heimabæ sínum. Þau heimsækja meðal annars biskup Íslands og Alþingi.
Guðrún Kristjánsdóttir bar sigur úr bítum í samkeppni um listskreytingu í nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði. Skírskotun í nærumhverfið skilaði tillögu Guðrúnar sigrinum.