Á þriðja tug Héraðsbúa lögðu hönd á plóg við fegrun umhverfis í Fellabæ og á Egilsstöðum á samfélagsdegi á laugardag. Verkefnisstjóri segir daginn nýtast í verkefni sem annars kæmust ekki í verk.
Hljómsveitin að baki plötunni „Ekki bara fyrir börn" heldur þrenna tónleika á Austfjörðum um helgina. „Áherslan verður lögð á góða fjölskyldutónleika þar sem næstum allt er leyfilegt" er yfirskrift tónleikanna.
Danshópurinn SHÄR stendur fyrir opinni vinnustofu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Markmið hópsins er að dreifa og miðla dansi til allra, alls staðar.
Þriðjudaginn 29. apríl fór fram ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar en hann var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Fjöldi manns víðs vegar að á Austurlandi mætti á fundinn og á þeim tíu árum síðan verkefninu var hrint af stað hafa aldrei jafnmargir fundargestir látið sjá sig.
Á sunnudag verða liðin 125 ár frá fæðingu rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar. Í tilefni þess efnir Gunnarsstofnun í samvinnu við Norræna húsið til afmælismálþings í Norræna húsinu frá kl. 13.30 til 17 þann dag.
Ný námskrá um Listhandverk og hönnun er komin út. Um er að ræða samstarfsverkefni Austurbrúar, Menntaskólans á Egilsstöðum og Listaháskóla Íslands. Meginmarkmið námsins er að leggja grunn að námi í nýtingu á staðbundnu hráefni sem er einkennandi fyrir Austurland.
Fundaröð frambjóðenda í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar hefst á Stöðvarfirði í kvöld. Þá mætast oddvitar framboðanna þriggja í Speglinum í Ríkisútvarpinu í kvöld.
Austfirðingurinn Elísabet Erlendsdóttir hefur síðustu vikur unnið að þróun armbands fyrir starfsfólk á hættulegum vinnustöðum sem getur látið vita ef slys ber að hendi. Hún segir mikla þróunar- og rannsóknarvinnu vera þar að baki.