Á dögunum opnaði í Dahlshúsi á Eskifirði sýning tveggja af merkustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Kristjáns Guðmundssonar og Árna Páls Jóhannssonar. Opnunin fór fram í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni.
Aldrei hafa fleiri gestir sótt listahátíðina LungA en í ár. Skipuleggjendur eru ánægðir með hvernig til tókst að þessu sinni en hátíðin var haldin í síðustu viku.
Héraðshátíðin Ormsteiti hefst á morgun og stendur næstu tíu daga. Hátíðin verður með veglegra móti í ár enda er um að ræða tuttugu ára afmælishátíð. Meðal hápunkta fyrri helgarinnar eru hverfahátíðir, karnival og hverfaleika, hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn, móttöku nýbúa, fjölskylduhátíð í Selskógi og fegurðarsamkeppni gæludýra.
Dagana 11. - 25. júlí stóðu Lionsklúbburinn Múli og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar sameiginlega að því verkefni að skipuleggja og reka ungmennabúðir fyrir 18 ungmenni, á aldrinum 17-20 ára, frá 16 Evópulöndum.
Um fimmtíu manns stóðu á sviðinu í einu í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri í gærkvöldi þegar Jónas Sigurðsson kom þar fram ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar.
Verslunarmannahelgarhátíðin Neistaflug hefur verið haldin í tuttugu ár. Í fyrra var byrjað að gefa út svipmyndir frá hátíðinni á DVD diskum og í síðustu viku kom diskur númer tvö í röðinni út.
Unnur Mjöll Jónsdóttir, nemandi í tíunda bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, er á leið í norrænan rithöfundaskóla sem haldinn verður í Svíþjóð í næstu viku. Hún segist hafa séð auglýsta keppni um sæti í skólanum og ákveðið að freista gæfunnar.
Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Skaftfelli um helgina. Annars vegar er þar um að ræða sýningu danska listahópsins A Kassen og hins vegar Ragnheiðar Gestsdóttir og Curvers Thoroddsen.