Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifaði í vor 48 nemendur og í fyrsta sinn stóran hluta samkvæmt nýrri námskrá sem tekin var upp haustið 2011. Nýstúdent segir fámennið gefa einstaklingunum tækifæri til að blómstra.
Starf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar var eitt þeirra verkefna sem fékk styrk úr samfélagsjóði verkfræðistofunnar EFLU sem úthlutað var úr í fyrsta sinn fyrir skemmstu.
Um þriggja metra rostungur vakti mikla athygli Austfirðinga í gær þar sem hann flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði. Sjónarvottar segja að rostungurinn hafi legið þar pollrólegur, alveg flatur og haft það gott. Stöku sinnum hafi hann reist sig upp. Rostungurinn hafði áður viðkomu í Færeyjum og þarlendis hafa menn fylgst fullir áhuga með ferðum dýrsins.
Einn nemandi úr austfirskum framhaldsskóla var í hópi 24 afburðanemenda úr framhaldsskólum sem tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í vikunni.
Slysavarnadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar vítt og breitt um land og Sjóvá hafa að undanförnu heimsótt nemendur í sjötta bekk í fjölda grunnskóla til að fræða nemendur um mikilvægi þess að vera með rétt stillta reiðhjólahjálma.
Sparisjóður Norðfjarðar veitti nýverið 1,8 milljóna styrki til íþrótta- og félagasamtaka í Fjarðabyggð. Samkvæmt lögum er sparisjóðum skylt að verja ákveðnum hluta hagnaðar til samfélagsmála.
Um fimmtíu nemendur sem luku níunda bekk grunnskóla í Fjarðabyggð í vor og voru skráðir í Vinnuskóla sveitarfélagsins hófu vinnuna á viku kynningu á verknámi í Verkmenntaskóla Austurlands. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á iðn- og tækninámi.
Tónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin í níunda sinn í sumar, dagana 11.-13. júlí, í Egilsbúð. Alls mun 41 hljómsveit stíga á stokk og þar af sjö erlendar. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indí rokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir.