Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fékk nýverið styrk upp á hálfa milljón króna úr Samfélagssjóði Landsbankans til kaupa á nýjum snjóbíl. Að þessu sinni var úthlutað fimmtán milljónum til 34 verkefna.
Ein heitasta hljómsveit Pólverja um þessar mundir, þjóðlagarokkhljómsveitin Domowe Melodie, mun halda tónleika á Seyðisfirði fimmtudagskvöldið 11. júlí sem marka upphafið á tónleikaferð sveitarinnar um Ísland.
Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Valdimar Guðmundsson héldu tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeir buðu gestum til sín á sviðið. Með tónleikunum vildu þeir fylgja eftir tónleikaröð Jónasar þar sem hann hélt 18 tónleika á 21 degi síðasta sumar.
Dr. Sigurður Ingólfsson skáld og ritstjóri sendi nýverið frá sér sína sjöundu ljóðabók sem nefnist Ég þakka. Í bókinni er að finna 52 þakkarljóð og er bókin myndskreytt af skáldinu sjálfu sem er frumraun hans á því sviði.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi hefst á miðvikudag. Hún er elsta jazzhátíð landsins, fyrst haldin árið 1988 og er því 25 ára í ár. Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda en þar má finna allt frá balkanskri þjóðlagatónlist yfir í rokk og ról.
Utanbæjarmenn með læti, of mikil drykkja og leiðindapúkar eru helstu orsakir lélegs næturlífs. Þetta eru niðurstöður rannsókna Tilraunaleikhúss Austurlands sem frumsýnir leiksýninguna Næturlíf föstudaginn 5. júlí í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin fjallar um upplifanir af næturlífi og mikilvægi þess í smábæjum jafnt og stórborgum. Meirihluti hópsins eru fæddur og uppalinn á Fljótsdalshéraði og hefur eytt síðustu árum í listnám fjarri heimaslóðum.
Sautján manna hópur frá ýmsum þjóðlöndum hleypur nú um Ísland með logandi friðarkyndil. Hópurinn er þessa dagana á ferð um Austurland og hefur skipt sér í tvo minni hópa til að geta komið við í sem flestum byggðarlögum.
Veðrið lék við bæjarbúa á 17. júní hátíðarhöldum í Neskaupstað þar sem aðalhátíðarhöldin voru innan Fjarðabyggðar í ár. Gert er ráð fyrir að hátíðarhöld á þjóðhátíðardeginum ferðist á milli byggðarkjarna í sveitarfélaginu á næstu árum.