Nauðasamningum KHB lokið
Fimmtungur fékkst upp í hærri kröfur sem gerðar voru í bú Kaupfélags Héraðsbúa. Aðalfundar í vor býður að taka ákvörðun um framtíð félagsins sem er eignalaust.
Fimmtungur fékkst upp í hærri kröfur sem gerðar voru í bú Kaupfélags Héraðsbúa. Aðalfundar í vor býður að taka ákvörðun um framtíð félagsins sem er eignalaust.
Höttur tapaði fyrir Þór Akureyri, 72-75, í leik liðanna í 1. deild karla í körfuknattleiks á fimmtudagskvöld. Hattarliðið virtist vera búið að tapa leiknum þegar pressuvörn og nýi maðurinn Akeem Clark hrukku í gang á lokamínútunum.
Þórður Vilberg Guðmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum (Alcoa Foundation) hefur ákveðið að styrkja björgunarsveitir á Austurlandi um 100.000 Bandaríkjadali næstu tvö árin, eða sem nemur um 12,5 milljónum króna. Styrkurinn verður stofnframlag í menntunarsjóð björgunarsveitarmanna á Austurlandi. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti björgunarsveitunum styrkinn í dag.
Um sjötíu manns mættu á stofnfund Íbúasamtaka Eskifjarðar sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Einn af stofnendum samtakanna segir að þar með sé orðin til rödd sem erfitt sé að sniðganga.
Héraðsdýralæknir lógaði í seinustu viku þremur ám á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði vegna gruns um garnaveiki, sem síðar var staðfestur við krufningu. Búist er við að bólusetning við garnaveiki hefjist að nýju á svæðinu.
Körfuknattleikslið Hattar hefur fengið tvo nýja erlenda leikmenn fyrir átökin framundan í 1. deild karla í körfuknattleik. Bandaríkjamanninn Akeem Clark og Pólverjann Milosz Krajewski. Höttur mætir Þór frá Akureyri í kvöld.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.