Heimilt að veiða 1272 hreindýr
Hreindýraveiðimenn fá að fella 1272 dýr á komandi veiðitímabili, 860 kýr og 412 tarfa. Þetta eru heldur færri dýr en leyft var að veiða í fyrra. Veiðikvóti ársins var gefinn út í vikunni.
Hreindýraveiðimenn fá að fella 1272 dýr á komandi veiðitímabili, 860 kýr og 412 tarfa. Þetta eru heldur færri dýr en leyft var að veiða í fyrra. Veiðikvóti ársins var gefinn út í vikunni.
Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs telur óásættanlegt að snjór sé ekki mokaður af heimreiðum í dreifbýli. Þetta kallar nefndin „óásættanlegan mismun milli íbúa sveitarfélagsins“ og bendir á að skilvirkt samgöngukerfi sé forsenda búsetu í dreifbýli.
Björn Hafþór Guðmundsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) segir það „sorgarfrétt“ að til standi að leggja af útsendingar svæðisútvarpsins á Egilsstöðum. Þetta sé enn eitt dæmið um að niðurskurð opinberra stofnana sem komi hvað harðast niður á landsbyggðinni.
Yfirmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð bera framvegis aukna ábyrgð á rekstri starfsstöðva stofnunarinnar í sveitarfélaginu. Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að ábyrgðin sé færð heim í hérað.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 14-10 sigur á liði Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í gærkvöldi.
Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Þremur starfsmönnum RÚVAust hefur verið sagt upp og húsnæðið á Egilsstöðum er til sölu.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands féll úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld þegar það tapaði 28-8 fyrir liði Kvennaskólans í Reykjavík í annarri umferð keppninnar.
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags segir stjórnvöldum hafa mistekist að skapa sátt í samfélaginu um viðbrögð og aðgerðir í kjölfar bankahrunsins.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.