Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggði sér í gærkvöldi sæti í
undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, með 24-22
sigri á liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ. ME hafði yfirhöndina allan
tímann þótt litlu munaði að illa færi í lokin.
Fjarðabyggð mætir Garðabæ í spurningaþættinum Útsvari í kvöld. Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson, Pétur St. Arason og Kjartan Bragi Valgeirsson.
Spurningalið Menntaskólans á Egilsstöðum mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrstu viðureign fjórðungsúrslita spurningakeppninnar Gettu betur í Sjónvarpinu í kvöld. ME komst áfram með að vinna lið Menntaskólans við Sund og Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands gengst nú í fjórtánda sinn fyrir
svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Skráningarfrestur
á námskeiðið rennur út í dag. Í vor er áætlað að halda námskeiðið á
tveimur stöðum á landinu, Austurlandi og Akureyri. Alls hafa um átta
hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá
upphafi.
Það á ekki af Kristni Kristmundssyni betur þekktum sem Kiddi í Vídeoflugunni að ganga hvað kattahaldið varðar. Fyrir um það bil tíu dögum síðan hurfu tveir kettir, læða og ungt afkvæmi hennar að næturþeli. Læðan fannst morguninn eftir á plani um 2 til 300 metrum frá verkstæði Kristins þar sem kettirnir voru haldnir. Læðan var dauð, virðist hafa verið drepin á hryllilegan hátt, en unga kisan hefur ekki sést.
Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir
píanóleikari feta sig niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og
merkingu þeirra á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í
Fjarðabyggð í kvöld. Á dagskránni eru aríur, ljóð og sönglög sem stefna
niður á við og rista djúpt.