Starfsmenn Malarvinnslunnar fá laun

Ábyrgðarsjóður launa hefur hafið greiðslu launa, orlofs og annarra réttinda sem starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum áttu við gjaldþrot fyrirtækisins.

Lesa meira

Rekstur Helgafells tryggður til áramóta

Málefni dvalarheimilisins Helgafells hafa verið til umfjöllunar hjá Djúpavogshreppi undanfarið. Á fundi hreppsnefndar fyrr í mánuðinum voru þau tekin fyrir. Kom fram hjá oddvita að tekist hefði eftir umtalsverða baráttu að tryggja rekstur dvalarheimilisins, a.m.k. fram að næstu áramótum með aðkomu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

djpavogshreppur.gif

Lesa meira

Landamærin máð út

Listahátíðin List án landamæra verður haldin í sjötta sinn sunnudaginn 3. maí. Undanfarin ár hafa fatlaðir og ófatlaðir unnið saman að ýmsum listtengdum verkefnum með frábærri útkomu. Hátíðin var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003-2004 og var ákveðið upp frá því að gera þetta að árlegum viðburði og hafa sífellt fleiri þátttakendur og áhorfendur bæst við á ári hverju. List án Landamæra verður meðal annars í menningarsetrinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum milli kl. 14 og 18. Í boði er leiklist, myndlist, tónlist, danslist, handverk, grænlenskur trommudans, ,,geðveikt kaffihús“ í umsjón Kvenfélagsins Bláklukku og margt fleira. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

list_n_landamra.jpg

Lesa meira

Einar Már skólastjóri Valsárskóla

Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur verið ráðinn skólastjóri Valsárskóla á Svalbarðseyri í Eyjarfirði.  Fimmtán sóttu um stöðuna. Einar Már hefur setið í áratug á Alþingi fyrir kjördæmið. Í netkosningu Samfylkingarinnar vegna framboðslista til Alþingiskosninga, þar sem hann bauð sig fram í 2. sæti líkt og Sigmundur Ernir Rúnarsson, náði hann ekki inn í efstu sæti listans. Einar Már gengdi starfi forstöðumanns Skólaskrifstofu Austurlands áður en hann komst á þing og nú fer hann því aftur í skólamálin.

einar_rafn_gum_r_gslason_orvaldur_jhannsson.jpg

Lesa meira

Atvinnumálafundur á Borgarfirði eystra

Fundur um atvinnumál verður haldinn á Borgarfirði eystra fimmtudaginn 30. apríl 2009 kl. 17 í Fjarðarborg.

Allir hvattir til þess að mæta. Atvinnuástand á Borgarfirði er gott um þessar mundir, en engu að síður vill sveitarstjórn efna til umræðu um atvinnumál þar sem hugað er að nánustu framtíð.

Fluttir verða þrír fyrirlestrar sem tengjast atvinnuvegum á Borgarfirði og reynt að leggja mat á hvernig þróun þeirra verður á næstunni. Þá verður einn fyrirlestur um jarðfræði svæðisins og tengsl við hugsanlega nýtingu olíu vegna fréttaflutnings þar um að undanförnu.

Lesa meira

Stuðningur til sjálfstæðis

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar gegni happdrætti félagsins veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða taki fólk virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðli þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

blindur.jpg

Lesa meira

Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja 110 milljarðar í árslok 2007

Eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2007 var 110 milljarðar eða 25,3%. Þetta kemur fram í ritinu Hagur fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007 sem Hagstofa Íslands hefur gefið út.  Niðurstöður efnahagsreiknings sýna að heildareignir sjávarútvegsins í voru 435 milljarðar króna en heildarskuldir 325 milljarðar króna.
huginn_fjlveiiskip2.jpg

Lesa meira

Kvenfélagið á Reyðarfirði gefur blóðtökustól

Í síðustu viku færðu kvenfélagskonur á Reyðarfirði heilsugæslustöðinni þar nýjan blóðtökustól. Hafði þeim runnið til rifja óþægileg aðstaða sjúklinga við þessar óskemmtilegu heimsóknir. Nýi stóllinn er rafdrifinn og stillanlegur á alla vegu og stórbætir að sögn starfsfólks bæði aðstöðu sjúklinga og starfsmanna.

bltkustll_vefur.jpg

Lesa meira

Drekka má heita vatnið beint af krana

Heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) í Urriðavatni er svo gott að það hefur hlotið vottun sem neysluhæft drykkjarvatn og er þar með vel nýtanlegt til matvælaframleiðslu. Þetta er sjaldgæf staða á Íslandi og aðeins vitað um sambærileg gæði heits vatns úr nokkrum af heitavatnsuppsprettum Akureyringa.

vatn.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar