Kreppulausir Álfheimar

Ferðaþjónustan Álfheimar hefur ákveðið að ráðast í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra og segir kreppu stríð á hendur.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Þorrinn til Gunnhildar og Þráins

Þorrinn var veittur í fimmtánda sinn á Egilsstaðaþorrablóti seint í janúar. Að þessu sinni fór hann til hjónanna Gunnhildar Ingvarsdóttur og Þráins Skarphéðinssonar fyrir að viðhalda þjóðdansahefð Íslendinga.

rinn_og_gunnhildur_vefur.jpg

Lesa meira

Hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi

Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, átti sér stað sögulegur atburður í Hallormsstaðarskógi en þá felldi starfsfólk Skógræktar ríkisins 22 metra háa alaskaösp. Um er að ræða hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi. Viðurinn verður nýttur í smíði gufubaðs við Mógilsá.

sauna_2.jpg

Lesa meira

Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Lesa meira

Almennt námskeið um bækur Þórbergs

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn.

g89iseeg.jpg

Lesa meira

Vatnavinir með kynningu í Nýheimum

Í dag, mánudaginn 2. febrúar, munu Vatnavinir halda kynningu í ráðstefnusal Nýheima á Höfn klukkan 10:30. Þar mun hópurinn kynna hugmyndir sínar um nýtingu á auðlindinni vatn. Þá verða einnig kynntar hugmyndir sem unnið hefur verið að með ferðaþjónustuaðilum í Hoffelli.

vatn_vefur.jpg

Lesa meira

Golfiðkun undir þaki í Fellabæ

Um hundrað manns mættu í Golfsmiðjuna í Fellabæ sem opnuðu á laugardag í húsnæði gömlu Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, en þar hefur verið opnuð glæsileg golfaðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Boðið var upp á kaffi og vöfflur auk bakkelsis frá Fellabakaríi í tilefni dagsins. Þeir Gunnlaugur óg Ágúst Bogasynir leggja til húsnæðið. Golfáhugafólk tekur þessari glæsilegu aðstöðu vísast fagnandi nú þegar harðskafi liggur yfir útivöllunum.

golfheimar_0211.jpg

Lesa meira

Föst viðvera læknis á Borgarfirði aflögð

Hreppsnefnd Borgarfjarðar eystra mótmælir því eindregið að að yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur ákveðið að leggja af skipulagðar ferðir lækna á Borgarfjörð. Tók ákvörðunin gildi nú um síðustu mánaðarmót. Hreppsnefndin segir í bókun að dregnar séu í efa þær röksemdir sem færðar eru fyrir ákvörðuninni og verði óskað eftir fundi með yfirstjórn HSA vegna þessa. Áfram verður sinnt vitjunum á Borgarfjörð frá HSA Egilsstöðum.

hsalogo.gif

Nemar úr Listaháskólanum við æfingar á Egilsstöðum

Nemendur úr Listaháskóla Íslands voru í vikunni við æfingar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í fjölnotasalnum í Fellabæ. Þau hafa verið átta talsins og eru nemendurnir á þriðja ári á leikarabraut. Ólöf Ingólfsdóttir, aðjúnkt, sem kennir líkamsþjálfun og dans er í forsvari fyrir hópinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar