Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Lesa meira

Kaldar strendur og heitir straumar í Sláturhúsinu

Í dag opnaði ný sýning í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu; Kaldar strendur – heitir straumar. Um er að ræða samsýningu tólf íslenskra og norskra listamanna á málverkum, textíl, ljósmyndum og myndbandsverkum. Þau hafa áður verið sýnd á þremur sýningum í Norður-Noregi í tengslum við menningarsamstarf Austurlands og Noregs.

slturhs_vefur.jpg

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingar vilja hafa sitt áhaldahús

Íbúafundur var haldinn á Fáskrúðfirði í gærkvöld og mættu þangað um eitthundrað manns. Auk annarra umfjöllunarefna voru málefni áhaldahúss á Fáskrúðsfirði í brennidepli og mikill hiti í fundargestum, sem mótmæltu því harðlega að leggja ætti áhaldahúsið/þjónustumiðstöðina niður og bjóða út verkefnin.

logo.jpg

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á hreindýrahjörð á Fagradal

Stór hjörð hreindýra er skammt frá veginum yfir Fagradal, Reyðarfjarðarmegin, og telur hún um níutíu dýr; fullorðna tarfa, kvígur og kálfa. Hjörðin hefur verið á þessum slóðum í vetur og kvarta bílstjórar sáran yfir því að önugt sé að aka þessa leið snemma morguns í myrkrinu. Þá hlaupi dýrin þvers og kruss yfir veginn og megi menn hafa sig alla við að aka ekki á þau.

Vegfarendur eru því beðnir um að sýna sérstaka aðgát á dalnum.

 

 

Bæjarráð vill sameina nefndir á Fljótsdalshéraði

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur lagt til við bæjarstjórn að sex nefndir innan sveitarfélagsins verði sameinaðar í þrjár.

Byggingar- og skipulagsnefnd á að sameina þjónustunefnd, íþrótta- og frístundanefnd menningarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd sameinist dreifbýlis- og hálendisnefnd. Talið er að með þessum hætti megi draga verulega úr stjórnsýslulegum útgjöldum bæjarfélagsins. 

fljtsdalshra_lg.jpg

Mótmælafundur á Egilsstöðum

ImageBoðað hefur verið til mótmælafundar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 15:00 á morgun. Til fundarins er boðað að fyrirmynd mótmælafunda á Austurvelli í Reykjavík og víðar seinustu mánuði til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í kringum efnahagshrunið og krefjast kosninga. Frummælendur á fundinum á Egilsstöðum verða Björgvin Valur Guðmundsson og Ingunn Snædal.

Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Lesa meira

Breyttur opnunartími á bæjarskrifstofunni á Norðfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að frá 1. febrúar næstkomandi verði opnunartími bæjarskrifstofu á Norðfirði frá kl.12:00 – 15:00 alla virka daga. Bæjarskrifstofan er nú opin frá klukkan níu á morgnana til fjögur síðdegis.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 í gær. Hún felur í sér töluverðan halla og verður endurskoðuð í apríl í vor. Áætlunin var samþykktum með öllum atkvæðum. Laun bæjarfulltrúa verða skorin niður um 15%.

vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar