Sveitarfélagið á að örva atvinnustarfsemi

Forsvarsmenn sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs segja mikilvægt að örva atvinnustarfsemi í heimabyggð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu sem sveitarfélagið gaf út í dag vegna umfjöllunar fjölmiðla um byggingu grunnskóla á Egilsstöðum.

 

Lesa meira

VAX með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin VAX hefur gefið út lagið Coo Coo og nýtt myndband. Bandið er skipað þeim bræðrum Halldóri og Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum, og trommuleikaranum Badda. "Hann er ekki frá Egilsstöðum." segir Villhjálmur í léttum tón. Hann er jafnframt söngvari og gítarleikari VAX. Halldór leikur á orgel og bassa.

Lagið er komið í spilun á nokkrum útvarpsstöðum, og myndbandið hefur einnig fengið talsverða spilun undanfarna daga. Ekki er annað að heyra en að þarna sé ferðinni einn af líklegum sumarslögurum í ár.

 

Lesa meira

Besti leikur Fjarðabyggðar

Knattspyrnufélag Fjaraðbyggðar lék sinn besta leik í sumar þegar liðið tapaði 0-2 fyrir bikarmeisturum FH í 32ja liða úrslitum keppninnar á Eskifjarðarvelli í kvöld. Mörk FH komu í upphafi seinni hálfleiks.

 

Lesa meira

Afmælishátíð Súlunnar

Ungmennafélagið Súlan á 80 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður mikið um dýrðir á Stöðvarfirði nú um helgina.

 

Lesa meira

Alltaf haft gaman af kennslu

Vordís Eiríksdóttir, frá Neskaupstað, hlaut í dag styrk úr afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands.

Lesa meira

Elvar ekki til Hvatar

Elvar Jónsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar, verður ekki næsti þjálfari 2. deildar liðs Hvatar frá Blönduósi. David Hannah er nýr aðstoðarþjálfari Magna Fannberg.

 

Lesa meira

Risaframkvæmd bæjarins án útboðs

Í Austurglugganum í dag er fjallað um viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Sagt er frá því að áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er eitt þúsund og sex hundruð milljónir.

Lesa meira

Gæfuspor

gaefuspor_08_i_nesk.jpgÍ gærmorgun var sett af stað verkefnið "Gæfuspor" sem er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Sparisjóðanna, sveitafélaganna og Lýðheilsustöðvar og er ætlað til að hvetja fólk eldri en 60 ára til að fara út og ganga í góðum hópi jafninga. Allir geta tekið þátt, hver á sínum forsendum, ekki er um keppni að ræða þannig að hver tekur þátt á sínum forsendum.
Verkefnið var sett á stað á fimm stöðum á landinu það er í Borgarnesi, Sauðárkróki, Selfossi, Reykjarnesbæ og á Norðfirði. Á Norðfirði mættu um fjörutíu og sjö eld-sprækir göngumenn í Sparisjóði Norðfjarðar, skráðu sig og fengu göngujakka og litla bók með hagnýtum upplýsingum um ýmislegt tengt því að ganga reglulega sér til heilsubóta. Hópurinn gekk svo góðan hring og endaði aftur í sparisjóðnum og þáði kaffi og konfektmola, mikil ánægja var meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í morgun og mikil hugur að skipuleggja framhaldið

Fyrsta síldin til manneldis

svn_sild_taeki.jpg
Færeyska skipið Carlton KG-381 kom með fyrsta síldarfarminn í manneldisvinnslu til Norðfjarðar í gær sunnudag.  

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.