Jónas Eggert vann í bráðabana

Jón Grétar Guðgeirsson, GN og Jónas Eggert Ólafsson, GE, urðu jafnir í efsta sæti Landsbankamóts Golfklúbbs Norðfjarðar um seinustu helgi.

Lesa meira

Þjóðgarðshátíð á Klaustri

Á laugardaginn verður haldið upp á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Á mið-Austurlandi verður hátíðin á Skriðuklaustri milli klukkan 15:00 og 17:00. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar.

 

Lesa meira

Walkersetur opnar í lok júlí

Fræðasetur, tileinkað enska jarðfræðingnum George Walker, verður opnað í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík í lok júlí. Þar verður einnig hýst safn um Stefán Einarsson, prófessor í bókmenntum frá Höskuldsstöðum í Breiðdal.


Lesa meira

Varla búinn að jafna mig eftir sauðburðinn

Eiríkur Kjerúlf, bóndi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, hefur bundið fyrstu rúllurnar á þessu sumri. Hann segir gæsina hafa farið illa með tún.

 


Lesa meira

Kvartað undan aðbúnaði

Aðstandendur konu, sem býr á dvalarheimili aldraðra á Djúpavogi, hafa kvartað undan aðbúnaði á heimilinu við heilbrigðisyfirvöld. Konan hefur tvisvar á skömmum tíma dottið fram úr rúmi sínu að næturlagi og í annað skiptið lá hún á gólfinu það sem eftir var nætur.

 

Lesa meira

Vigtunarmaður sakfelldur

Vigtunarmaður á Breiðdalsvík hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar, skjalafals og reglugerð um skráningu og vigtun sjávarafla. Hann var sýknaður af ákæru um brot á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

Lesa meira

Engin Bræðslukreppa

Þriðjungur miða á tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði eru seldir. Erlendir aðilar sýna tónleikunum áhuga.


Lesa meira

Skriðuklaustur styrkt

Skriðuklaustursrannsóknir fengu 2,5 milljónir úr úthlutun fornleifasjóðs fyrir árið 2008. Alls var 25 milljónum króna úthlutað til þrettán verkefna. Umsóknir voru 38 talsins. Byrjað verður að grafa í rústum klaustursins í Fljótdal í byrjun júní.

 

Hjörleifur skrifar um Úthérað og Borgarfjörð eystri

Út er komin árbók Ferðafélags Íslands 2008 og er höfundur hennar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur sem skrifar hér um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Fallegar ljósmyndir sem flestar eru eftir höfundinn skreyta bókina auk þess sem hún hefur að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. hjolli_gutt.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.