


Seyðisfjörður laumast inn á lista yfir bestu staði heims
Seyðisfjörður fær að fljóta með á lista bandaríska tímaritsins Time yfir bestu staði jarðar árið 2021.
Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð
Fimmtudaginn 5. ágúst frá 17 til 18:30 verður opnun á listasýningu Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð en segja má að sýningin sé uppskeruhátíð sumarsins. Sýningin er í Valhöll á Eskifirði og verður einnig opin á föstudaginn á milli 15 og 17 og á laugardaginn frá 12 til 16.

Ofgnótt af bláberjum
Mikið virðist vera af bláberjum á Austurlandi um þessar mundir svo lyngið hreinlega svignar undan þungum klösunum. Aðrar tegundir virðast styttra á veg komnar.
Bílskúrspartý í fimm ár
Að kvöldi fyrsta þriðjudags júnímánaðar árið 2017 var bílskúrshurðinni á Valsmýri 5 í Neskaupstað lokið upp og pönkhljómsveitin DDT skordýraeitur taldi í tónleika. Tónleikarnir undu upp á sig og síðan hafa farið fram tónleikar, eða aðrir gjörningar, alla þriðjudaga í júní og júlí í bílskúrnum við Valsmýri 5 og ber tónleikaröðin nafnið V-5 bílskúrspartý.

Allra veðra von á Austurlandi
Sirkushópurinn Hringleikur hefur verið á ferð um landið í sumar og nú er komið að Austurlandi. Sýningin ber nafnið Allra veðra von og var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur og fékk hópurinn m.a. Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2021.

Syndir til styrktar Einstökum börnum
Eskfirðingurinn Sigurgeir Svanbergsson hyggst synda 12 km leið frá Kjalarnesi til Bryggjuhverfis í Reykjavík, næsta laugardag þann 29. ágúst, og safna safna áheitum til styrktar Einstökum börnum.
Tímavélin: Svartur sjór af síld - 1961
Fyrir 60 árum:
Dagana 22. – 24. júlí árið 1961, eða fyrir sextíu árum síðan, sögðu fjölmiðlar fréttir af mokveiði á síld á Austurlandi.
