Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins eru með lágstemmdara móti í ár þar sem enn eru takmarkanir í gildi vegna Covid-19 veirunnar. Ýmislegt má þó finna sér til dundurs.
Tónlistarhópurinn Austuróp sýnir kammeróperuna Kornið á Egilsstöðum og Eskifirði um helgina. Um er að ræða nýlegt íslenskt verk sem segir frá raunum frumkvöðuls. Ýmislegt fleira er í boði á Austurlandi um helgina.
Deildarmyrkvi frá sólu sést hérlendis að morgni fimmtudagsins. Tunglið hylur þó mismikinn hluta sólarinnar eftir því hvar á landinu fylgst er með honum.
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson heldur tónleika á Stöðvarfirði annað kvöld, á Vopnafirði verður vorsýning danslistaskólans Valkurju og ný sýning verður opnuð í sýningarrýminu Glettu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði um helgina.