Safna myndum úr samkomubanni

Menningarstofa Fjarðabyggðar annars vegar og Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað í samstarfi við Minjasafn Austurlands hins vegar, hafa hrundið af stað verkefnum til að safna ljósmyndum sem sýna líf Austfirðinga á tímum samkomubanns.

Lesa meira

Dansandi sjúkraflutningafólk á Egilsstöðum vekur lukku

Myndband af dansandi sjúkraflutningahópi hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hefur vakið mikla lukku eftir að það birtist á samfélagsmiðlum í gær. Hjúkrunarfræðingur úr hópnum segir nauðsynlegt að finna leiðir til að létta lundina á erfiðum tímum.

Lesa meira

Regnbogagatan máluð í vorblíðunni

Seyðfirðingar tóku höndum saman í morgun og máluðu Norðurgötuna í regnbogalitunum. Fegrun götunnar, sem á sínum tíma átti að vera til skamms tíma, er orðið eitt helsta kennileiti staðarins.

Lesa meira

Gangandi kengúra, dýr og lestarvagnar

Jón Ragnar Helgason, sjómaður til þrjátíu ára á Vopnafirði, hefur hafið framleiðslu á vistvænum tréleikföngum. Þrátt fyrir að vera ekki smiður þá fellur eplið sjaldan langt frá eikinni en faðir hans og afi voru báðir smiðir. Handverkið er því í blóðinu.

Lesa meira

Fermingarnar færðar til hausts

Eftir að ljóst var að engar fermingar yrðu um páska kusu flest fermingarbörn að færa fermingardaginn fram til hausts. Austfirskir prestar hafa að undanförnu tekið tæknina í sína þágu til að halda uppi helgihaldi.

Lesa meira

Lundinn kom að kvöldi skírdags

Rúm vika er frá því að lundinn settist upp í Hafnarhólmann á Borgarfirði. Það gerði hann að kvöldi skírdags. Útlit er fyrir að heldur færri heimsæki fuglinn í hólmanum í ár heldur en síðustu ár.

Lesa meira

Fyrsta sólóplatan handan við hornið

Borgfirðingurinn Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Borgfjörð er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu sólóplötu sem kemur út í sumar, en upptökum á henni lauk í síðustu viku. Aldís Fjóla segir langþráðan draum rætast með plötunni.

Lesa meira

„Þurftum að læra að treysta á okkur sjálf“

Að byrja sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað veitir hjúkrunarfræðingum mikilvæga reynslu fyrir framtíðina, segir Helga Rósa Másdóttir, hjúkrunardeildarforstjóri bráðamóttöku Landsspítala.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.