„Lifi fyrir ber á haustin“

Þorbjörg Gunnarsdóttir á Egilsstöðum er mikil berjakona sem nýtur þess að fara í berjamó og útbúa góðgæti úr berjunum. „Mér líður afskaplega vel í berjamó, ein með sjálfri mér og hunangsflugunum. Þetta er mín gæðastund.“

Lesa meira

Helgin: Leitað að aukaleikurunum í nýja austfirska kvikmynd

Austfirðingar þurfa ekki að láta sér leiðast um helgina en ýmislegt er á döfinni í fjórðungnum. Í Safnahúsinu á Egilsstöðum verður farið yfir sögu þýskra kvenna á Íslandi, haustgleði og töðugjöld verða í Burstafelli, skógarmessa í Heydalaprestakalli og tónleikar í sundlauginni í Neskaupsstað.

Lesa meira

Íslenskan er gott söngmál

Íslenskt landslag og menning veittu bandaríska tónskáldinu Evan Fein innblástur þegar hann samdi tónlistina í óperunni Raven‘s Kiss, eða Koss hrafnsins, sem sýnd verður í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Hann segir áhuga fyrir fágætum tungumálum, eins og íslensku, meðal söngáhugafólks vestan hafs.

Lesa meira

„Það þarf fólk eins og ykkur fyrir félag eins og okkar“

Krabbameinsfélagi Austfjarða voru í gær afhent rúmlega ein og hálf milljón króna sem safnað var í áheitagöngu eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi í sumar. Formaður Krabbameinsfélagsins segir ómetanlegt fyrir góðgerðarfélög að hafa slíkt bakland.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Lýst vel á grunnskólann

Þessa dagana hefja skólar göngu sína út um fjórðunginn. Nemendur á öllum skólastigum setjast aftur á skólabekk eftir sumarfrí og börn fædd árið 2013 setjast í fyrsta sinn á grunnskólabekk. Iðunn Elísa Jónsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar en fyrsti skóladagurinn hennar í Grunnskólanum á Reyðarfirði var í gær.

Lesa meira

Snýst um að bæta sig og láta gott af sér leiða

Félagar í Oddfellow-reglunni um allt land opna félagsheimili sín fyrir almenningi í tilefni 200 ára afmæli reglunnar á sunnudag. Tvær stúkur starfa af Austurlandi sem reglulega leggja góðum málefnum í fjórðungnum lið.

Lesa meira

Helgin: Sérstakar hljómasamsetningar og ljúfar melódíur í Egilsstaðakirkju

Eitt og annað verður um að vera á austurlandi um helgina. Meðal annars verður hægt að sækja píanótónleika í Egilsstaðakirkju, óperu í Herðubreið á Seyðisfirði, skoða heiðarbýli á Vopnafjarðarheiði með ferðafélaginu eða vera við uppsetningu skilta til minningar upp strönduð skip í Öræfum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.