Lægsta boði í endurnýjun stofnlagnar tekið

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði lægstbjóðanda í endurnýjun stofnlagnar vegna snjóflóðavarnargarðs á Norðfirði. Bárust sex tilboð í verkið. Öll nema eitt voru undir kostnaðaráætlun, en hún nam tæpum 42 milljónum króna. Framkvæmdasýsla ríkisins yfirfór tilboðin og mat tilboð RBG vélaleigu-verktaka hagstæðast, en það nemur ríflega 24 milljónum króna.

 

Allt gert upp nema skotgatið fær að halda sér

Völundarsmiður og óforbetranlegur áhugamaður um ökutæki frá því fyrir 1955. Er á síðustu fimmtán árum eða svo búinn að gera upp hátt í tug gamalla traktora, amerískar og þýskar glæsikerrur, nokkra hertrukka og vörubíla. Hann á sér nú þann draum heitastan að gera gamalt mótorhjól í stand. Það er NSU hjól, ´36 módel og vantar bara í það vélina.

gumar

Lesa meira

Útvegsmenn sammála veiðihömlum á makríl

Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segist sammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða. Skip félagsins hafa landað töluverðu af makríl í sumar.

 

Lesa meira

Mál Hannesar aftur austur

Ríkissaksóknari vísaði fyrir nokkru máli Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis á Eskifirði, til lögreglustjórans þar. Í hans hlut kemur því væntanlega að gefa út ákæru í málinu eða fella það niður. Þetta er í annað sinn sem lögreglustjórinn fær málið í hendurnar en fyrr í vetur vísaði hann því frá.

Lesa meira

Félagsmót Freyfaxa 2009

Félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að mótið verði með léttu sniði þetta árið og miðist að því að þátttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir. Ókeypis verður að venju á tjaldsvæði félagsins í Stekkhólma.

freyfaxi.jpg

Lesa meira

Leyfi til búfjárhalds á Stórhóli afturkallað

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 2. júlí að svipta ábúendur á bænum Stórhóli í Álftafirði leyfi til búfjárhalds. Er leyfið afturkallað með þriggja mánaða fyrirvara frá og með næstu mánaðarmótum. Matvælastofnun kærði slæman aðbúnað og vanfóðrun sauðfjár í vor í kjölfar alvarlegra athugasemda frá héraðsdýralækni og búfjáreftirlitsmanni um ástand fjár, fóðrunar og húsa. Ábúendur á Stórhóli halda nokkuð á annað þúsund fjár.

djpavogshreppur.gif

Lesa meira

Og svo kom Ferguson

Í ár eru liðin rétt sextíu ár frá því fyrstu Ferguson-dráttarvélrnar komu til Íslands. Af því tilefni öðrum fremur hefur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri tekið saman bókina ...og svo kom Ferguson, með aðstoð fjölda heimildarmanna. Hún kemur út 18. júlí hjá bókaútgáfunni Uppheimum á Akranesi. Bókin er gefin út með stuðningi Landbúnaðarsafns Íslands og rennur hluti andvirðis bókarinnar til safnsins.

ferguson_b_k_framan_200dpi_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.