ME úr leik í Morfís

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll nýverið úr leik fyrir liði Verslunarskólans í fyrstu umferð ræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Sigur Verslunarskólans varð nokkuð stór, 672 stig þar sem ME náði ekki yfir 100 stig. Lið Verslunarskólans var meðal þeirra betri sem sést hafa í fyrstu umferð. Umræðuefnið var alþjóðavæðing og mælti ME á móti henni. 

morfis_verslo_me_0011_vefur.jpg

Lesa meira

Urgur í fólki vegna lokunar bæjarskrifstofu

Mikill titringur hefur verið í Neskaupstað vegna áforma um að loka bæjarskrifstofu þar og flytja starfsemina yfir á Reyðarfjörð um áramót. 11 starfsmenn vinna á skrifstofunni og hafa nokkrir lýst því yfir að þeir muni hætta fremur en að aka daglega á Reyðarfjörð til vinnu. Í einhverjum af þeim tilvikum er um að ræða starfsmenn sem eiga maka sem vinna á Reyðarfirði en börn í leik- og grunnskóla í Neskaupstað.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Ungur nemur – gamall temur

Nemendur í 3.-4. bekk Seyðisfjarðarskóla sýna afrakstur úr ljósmyndaþema í myndmenntakennslu í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl. 16 og stendur til 10. janúar 2010.

kodak_cresta.jpg

Lesa meira

Fyrsta einkasýning Sjafnar í sjö ár

Laugardaginn 12. des. kl. 17:00 opnar myndlistarmaðurinn Sjöfn Eggertsdóttir sýningu sína ,,Ein heima" í Sláturhúsinu en þar verða sýnd 6 ný olíumálverk. Allir eru velkomnir á opnun og verða léttar veitingar í boði. Í tilkynningu segir að mikil tilhlökkun ríki og sönn ánægja sé að fá einkasýningu frá Sjöfn, en hún hefur ekki haldið einkasýningu í 7 ár.

sjofn_a_net.jpg

Lesa meira

5% álag á óunninn botnfiskafla til útflutnings

Til að jafna stöðu þeirra sem ljúka vigtun sjávarafla hér á landi og þeirra sem vigta afla sinn erlendis hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að frá og með næstu áramótum skuli  botnfiskafli sem fluttur er óunninn á markað erlendis án þess að hafa verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu reiknaður með 5% álagi til aflamarks.

Lesa meira

Seafood Supply Iceland í fiskframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samið við fyrirtækið Seafood Supply Iceland, um leigu á tækjabúnaði sem sveitarfélagið á í frystihúsi Breiðdalsvíkur. Samningurinn gildir í hálft ár og er í honum klásúla um að fyrirtækið kaupi tækin að þeim tíma liðnum.

frystihs_breidalsvk.jpg

 

Lesa meira

Lesið úr Aðventu í aðdraganda jóla

Sunnudaginn 13. desember efna Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands öðru sinni til kyrrðarstunda í Gunnarshúsum á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík og á Skriðuklaustri með upplestri á Aðventu. Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og fylginauta hans, sauðinn Eitil og hundinn Leó, verður þá lesin í heild sinni á báðum stöðum. Lesturinn hefst kl. 13 á Dyngjuvegi 8 og þar mun Jón Hjartarson leikari lesa söguna. Á Skriðuklaustri hefst lesturinn kl. 14 og þar les Þorleifur Hauksson en hann mun einnig lesa Aðventu á Rás 1 fyrir þessi jól.

 

Lesa meira

Mótmæla áformum um breytingar á ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegs

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir forsætisráðherra að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í núverandi mynd. Í tilkynningu frá samtökunum segir að óæskilegt væri að leggja niður það ráðuneyti sem hefur að gera með málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina, þegar einsýnt þykir að á næstu árum verði að leggja mikla áherslu á að tryggja mætvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

lamb-chops.jpg

Lesa meira

Vel sóttur íbúafundur um lokun bæjarskrifstofu

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Neskaupstað á föstudag var bæjarstjórn Fjarðabyggðar afhentur undirskriftalisti þar sem 530 manns mótmæla því að bæjarskrifstofu í Neskaupstað verði lokað um áramót og starfsemi hennar flutt á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.