Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Þá var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um 15%. Verð á karfa var hækkað um 10%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag, að því er segir á vef LÍÚ.
Í spurningaþætti Sjónvarpsins, Útsvari, mætast í kvöld lið Hornafjarðar og Skagafjarðar. Það eru Hornfirðingarnir Embla Grétarsdóttir og feðgarnir Þorsteinn Sigfússon og Þorvaldur Þorsteinsson sem takast á við Skagfirðinga. Austurglugginn óskar liðinu góðs gengis!
Hattarmenn munu standa í ströngu í 1. deldinni um helgina þegar leiknir verða tveir erfiðir útileikir gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld og Þór í Þorlákshöfn á sunnudag. Bosko Boskovic mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með liðinu í ár.
Hornfirðingar sýndu góð tilþrif í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari, í kvöld og fóru með sigur af hólmi í viðureign við Skagfirðinga. Leikar fóru 84-78 og mæta því Hornfirðingar aftur í Útsvar öðru hvoru megin við áramótin næstu. Liðið er skipað feðgunum Þorsteini Sigfússyni og Þorvaldi Þorsteinssyni í Skálafelli og Emblu Grétarsdóttur.
Álfheiður Ingadóttir ráðherra heilbrigðismála, segir að brugðist verði við hvatningu Ríkisendurskoðunar um að ráðuneytið gangi rækilega úr skugga um hvaða úrræðum viðeigandi sé að beita í máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar. ,,Ráðuneytið mun verða við þessu og kannað verður til hvaða úrræða þarf að grípa,“ segir Álfheiður. Heilbrigðisráðherra segir jafnframt að orðið verði við ósk Fjarðabyggðar um að sjálfstætt starfandi úttektaraðili ræði við stjórnendur og starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands um starfsumhverfi þeirra. Leitað verði lausna sem allir geti sætt sig við.
Stuðningsmenn yfirlæknis Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð sendu í morgun frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. er fjallað er um úttekt Ríkisendurskoðunar á máli læknisins. Segir í tilkynningunni að þess sé farið á leit við ráðherra heilbrigðismála að hann kynni sér allar hliðar málsins til að það fái farsælan endi. Þá vill hópurinn að kannað verði hvort stjórnsýslulagabrot hafi verið framið á yfirlækninum. Boðað er til fundar um heilbrigðismál í Fjarðabyggð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.
Messa tileinkuð hjálparstarfi verður í Egilsstaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 14. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, predikar. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaða á Fljótsdalshéraði. Prestar á Héraði þjóna fyrir altari og fermingarbörn í sóknunum eru hvött til þátttöku ásamt forráðamönnum.
Vösk sveit ferðaþjónustufólks úr Fjarðabyggð leggur land undir fót um helgina ogheldurtil Reykjavíkurtilað kynna ferðaþjónustuog það hvað er í boði í sveitarfélaginuyfir vetrartímann. Spilar skíðasvæðið í Oddsskarði þar stórt hlutverk.Nokkrir aðilar sem bjóða upp á gistingu, veitingar og skemmtanirásamtfulltrúumsveitarfélagsinsfara suður og sjá umkynninguna sem verður í Höfuðborgarstofu íAðalstræti 2, 101 Reykjavík.
Ríkisendurskoðun hyggst ekki grípa til frekari aðgerða í máli Hannesar
Sigmarssonar, yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) að svo
stöddu en hvetur heilbrigðisráðuneytið til að grípa til viðeignadi
aðgerða. Í bréfi sem stofnunin sendi ráðuneytinu í vikunni segir að um
„alvarlegar brotalamir, sem ekki verði deilt um“ hafi verið að ræða í
færslum yfirlæknisins á sjúkraskrá og reikningagerð.