Líklega hægt að ljúka Hófaskarðsleið um mitt næsta sumar

Ekki þarf að fara fram umhverfismat vegna legu um 2 km vegarkafla vestast á Hófaskarðsleið. Þetta er úrskurður Skipulagsstofnunar. Undirbyggður hefur verið um 30 km langur vegur milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar en lokakaflinn vestast frestaðist vegna þófs um legu hans. Væntanlega verður hægt að halda framkvæmdum áfram þegar kærufrestur er útrunninn í nóvember og framkvæmdaleyfi liggur fyrir frá sveitarstjórn, að því tilskyldu að ekki berist kærur. Slitlag ætti því að geta verið komið á veginn um mitt næsta sumar.

hofaskardsleid.jpg

Sorpflokkun gengur vel á Fljótsdalshéraði

Nýjar flokkunarreglur sorps á Fljótsdalshéraði virðast virka með ágætum og þegar hefur töluvert magn úrgangs verið sett í moltu og endurvinnslu á vegum Íslenska gámafélagsins. Félagið vísar á bug sögusögnum um að allt heimilissorp sé urðað.

rusl.jpg

Lesa meira

Merkri sögu pósthúss á Seyðisfirði að ljúka

Pósthúsið á Seyðisfirði flytur á morgun inn á Landsbankann í bænum. Pósturinn hefur verið til húsa við Hafnargötu 4 og fer nú á númer 2 við sömu götu. Opnunartíminn er 12:30-16 virka daga líkt og í bankanum. Pósturinn segir í tilkynningu að engin breyting verði á þjónustu við viðskiptavini vegna samstarfsins við Landsbankann. Það liggur þó fyrir að opnunartími póstafgreiðslu skerðist frá því sem var. Sama fyrirkomulag er haft á póstþjónustu á Austurlandi á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og nú Seyðisfirði.

710_seydisfjordur.jpg

Lesa meira

Ekkert gsm-mastur á Selöxl

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur hafnað leyfi fyrir uppsetningu gsm-masturs á vatnsmiðlunargeymi á Selöxl, í nýlegu íbúðarhverfi innan Egilsstaðabæjar. Við upphaflega afgreiðslu byggingarleyfis láðist að láta fara fram grenndarkynningu vegna mastursins.

gsm-mast.jpg

Lesa meira

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

 Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Helmingur fjármuna lán til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en félagið hefur undir höndum yfirlit frá Landsbankanum yfir fyrirtæki sem höfðu fé að láni frá Landsvaka hf. síðasta haust.

peningar.jpg

Lesa meira

Nítjánda bók Vilhjálms um Brekku og Dali í Mjóafirði

Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði gaf á dögunum út sína 19. bók; Bændatal og byggðaröskun. Vilhjálmur ritar í bókinni um sögu sinnar heimasveitar. Hann tekur saman bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði; Brekku og Dala, í þrjúhundruð ár eða allt frá 1700. Saman við fléttast sú byggðaröskun sem orðið hefur og gerbreytt ásýnd fjarðarins.

mjoifjordur.jpg

Lesa meira

Mál yfirlæknis aftur til ríkissaksóknara

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að ríkisendurskoðun sé búin að vísa máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar til ríkissaksóknara. Þegar leitað var staðfestingar þessa hjá ríkisendurskoðun í dag kvaðst embættið ekki tjá sig um málið að svo stöddu en á næstunni yrði send út fréttatilkynning.

 

Lesa meira

Tilkynning frá Landsvaka vegna fréttar frá Afli

Landsvaki hf. telur ástæðu til að leiðrétta meintar alvarlegu rangfærslur sem Björn Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsvaka, segir koma fram í tilkynningu stjórnar AFLs Starfsgreinfélags Austurlands. Þar sagði að stjórn AFLs hyggðist stefna sjóðstjórum Landsvaka, er önnuðust upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjámuni þess, til greiðslu bóta vegna þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK.

landsbankaskyrsla.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.