Embætti lögreglustjórans á Eskifirði harmar að reynt sé að gera rannsókn máls yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar hjá embættinu tortryggilega með því að láta að því liggja að annarlegir hagsmunir hafi ráðið við rannsókn málsins. Farið hafi verið að þeim lögum, reglum og fyrirmælum sem snúa að því með hvaða hætti skuli rannsaka sakamál. Embættið hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu:
Í umfjöllun um útvarpsleikrit Ásgeirs Hvítaskálds, Hroll viskíauga, sem birt er í Austurglugganum, hafa upplýsingar um frumflutningstíma skolast til.
Útvarpsleikritið verður frumflutt fyrir fullorðna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 20:30 í kvöld, laugardag. Það verður hins vegar frumflutt fyrir börn á morgun, sunnudag, kl. 15 á sama stað.
Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir nú lokatölur í veiði komnar í hús og ekki annað hægt en að vera ánægður með veiðisumarið. Til dæmis veiddust 319 laxar úr Jöklu, sem er mikil aukning frá fyrra ári.
Félag framhaldsskólakennara hefur sent frá sér ályktun um fjárlagafrumvarp 2010 og niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. Stjórn Félags framhaldsskólakennara leggur fast að ráðherrum, fjárlaganefnd, menntamálanefnd og öllum þingmönnum að sjá til þess að framhaldsskólar fái nauðsynlegt fjármagn til að sinna lögbundnum skyldum við nemendur í þeim erfiðu aðstæðum sem eru framundan.
Á sunnudag kl. 16 verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði opnuð myndlistarsýning Péturs Behrens. Þar sýnir hann myndskreytingar við Hrafnkelssögu Freysgoða auk fleiri verka. Einnig er á sama tíma boðið til tónleika í þessu besta tónlistarhúsi Austfirðinga og er það dóttir Péturs, Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona, sem flytur íslenskar einsöngsperlur, ljóðasöngva og aríur við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur píanóleikara.
Á morgun laugardag opna þrjár nýjar sýningar í Skaftfelli á Seyðisfirði, allar kl. 16. Nemendur 7.-10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla opna eina þeirra í aðalsal Skaftfells, Hildur Björk Yeoman opnar aðra á Vesturvegg og Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daníel Björnsson, Hekla Dögg Jónsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir opna þriðju sýninguna í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells.
Hafrannsóknastofnunin lagði í gær til að heildaraflamark íslensku sumargotssíldarinnar fiskveiðiárið 2009/10 verði 40 þúsund tonn. Jafnframt leggur stofnunin til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýnataka dreifist yfir hefðbundinn vertíðartíma til að hægt verði að fylgjast náið með þróun sýkingar í stofninum. Vertíðin er nýhafin og er talan byggð á rannsóknarleiðangri Hafró í október og nýrri stofnúttekt.
Við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar heimilaði umhverfisráðherra framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar að uppfylltum 20 skilyrðum. Nú er framkvæmdum lokið og birtir Landsvirkjun á heimasíðu sinni yfirlit yfir hvernig Landsvirkjun uppfyllti skilyrði umhverfisráðherra: www.lv.is.
Ferðahandbókin Lonely Planet segir Ísland bestu kaupin í ferðum árið 2010 eins og fram kemur í frétt frá Ferðamálastofu:http://www.ferdamalastofa.is Þetta eru góð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna og athygli vekur að Seyðisfjörður er númer níu á lista sem Lonely Planet nefnir ,,Our top picks for Iceland" á síðu sinni: http://www.lonelyplanet.com/iceland. Seyðfirskir ferðaþjónustuaðilar eru að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu.