Orkumálinn 2024

Svartir svanir árlegir gestir

Svartur svanur sást fyrir nokkrum dögum í Lóninu  og daginn eftir einn í Álftafirði en ekki er vitað hvort þar hefur verið sami fuglinn og í Lóninu.

svartur-svanur-solo01_orvarur_rna.jpg

Lesa meira

Nemandi Nesskóla meðal vinningshafa í teiknisamkeppni

Tilkynnt var á dögunum um úrslit í teiknisamkeppni 9. alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir samkeppninni hér á landi. Tæplega 900 teikningar bárust frá 54 skólum í landinu. Tíu nemendur hlutu viðurkenningu og meðal þeirra er Hafþór Ingólfsson í 4. bekk Nesskóla í Neskaupstað.

132.jpg 

Lesa meira

Carmina Burana flutt á sunnudag

Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.

carmina_burana_-_wheel_of_fortune.jpg

Lesa meira

Engin loðna en 10% meiri botnfisksafli í mars en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa nam 108.612 tonnum tonnum í mars, sem er verulegur aflasamdráttur frá sama mánuði í fyrra er aflinn var 169.690 tonn.  Þar vegur þyngst að engin loðnuveiði var í mars en botnfiskafli var hins vegar tæplega 10% meiri en í mars 2008.

dsc02767.jpg

Lesa meira

Sameina á Fjárafl og Atvinnumálasjóð

Sameina á atvinnulífstengda sjóði Fljótsdalshéraðs, Atvinnumálasjóð og Fjárafl, í einn atvinnutengdan sjóð. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi sínum 8. apríl. Hún kemur upphaflega frá stjórn Fjárafls. Er stefnt að því að sjóðirnir verði sameinaðir á aðalfundi Fjárafls 30. apríl. Gert er ráð fyrir að atvinnumálanefnd sveitarfélagsins fari með stjórn hins nýja sameinaða sjóðs og stefnt að því að hann taki til starfa frá og með 1. október næstkomandi.

Lesa meira

Bændur kynna landbúnaðardag – 16. apríl

Bændur hafa boðað til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 fimmtudagskvöldið 16. apríl og verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.

landbnaur.jpg

Lesa meira

Framkvæmdafé tryggt

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að ganga að tilboði Íslandsbanka í fjármögnun framkvæmda við endurbætur og nýbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Náðst hafa fram hagstæðari lánskjör en útlit var fyrir í lok mars. Því er útlit fyrir að fjármögnun byggingu skólans sé tryggð enda eru framkvæmdir þar í fullum gangi.

Yfirlýsing frá Borgarahreyfingunni X-O

Borgarahreyfingin átelur harðlega að þingflokkar  Alþingis hafi gert sig seka um að svíkja í annað sinn á stuttum tíma fyrirheit um

mikilvægar umbætur á lýðræðisfyrirkomulaginu í þágu aukinna valda til fólksins í landinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.