Ný Sparkhöll á Borgarfirði eystra

Skömmu fyrir jól fór fram fyrsti knattspyrnuleikurinn í nýrri og glæsilegri sparkhöll í Bakkagerðisþorpi á Borgarfirði eystra. Er hún í óupphitaðri skemmu og völlurinn lagður gervigrasi.  Auk heimamanna hefur fjöldi gesta verið á Borgarfirði yfir hátíðina og því ekki ólíklegt að ýmis tilþrif verði höfð frammi á nýja vellinum á næstu dögum. Til hamingju með nýju höllina ykkar Borgfirðingar! Nú verður væntanlega tekið á því.

20081224013637714.jpg

Lesa meira

Þögult inn við Kárahnjúka þessi jól

Ekkert jólahald verður við Kárahnjúka í ár, enda enginn mannskapur þar við störf um hátíðarnar, utan fjórir eftirlitsmenn. Jólalegt verður þó í Fljótsdalsstöð, þar sem vaktin er alltaf staðin hvað sem hátíðum líður.

Öll veitumannvirki Kárahnjúkavirkjunar eru nú komin í gagnið, eftir að vatn fór fyrr í vetur að safnast í Grjótár- og Kelduárlón Hraunaveitna.

week_51_2008_gildid_4.jpg

Lesa meira

Garnaveiki í Jökulsárhlíð

Garnaveiki er komin upp í Jökulsárhlíð. Er sýkingin bundin við tvo bæi á svæðinu, en verið að kanna hvort fé á nágrannabæjum sé einnig sýkt. Ekki þarf að aflífa sýkt fé, en þar sem sjúkdómurinn veldur ólæknandi bólgu í slímhúð garna og meðfylgjandi skituköstum veslast sýktar skepnur smám saman upp þrátt fyrir að éta nóg.

Lesa meira

Kynning á undirbúningi vegna Norðfjarðarganga

Vegagerðin stendur  fyrir opnu húsi til  kynna framvæmdina Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, miðvikudaginn 7. janúar 2009 í Egilsbúð, Neskaupsstað kl. 17:00 - 19:00 og fimmtudaginn 8. janúar 2009 í Valhöll, Eskifirði kl. 17:00 -19:00.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar
www.vegagerdin.is.

21_84_11_thumb.jpg

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til fyrri umræðu

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók í vikunni til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir Fjarðabyggð og stofnanir vegna ársins 2009. Áætlað er að tekjur Fjarðabyggðar og stofnana nemi 3.665,8 millj. kr. en gjöld 3.545,2 millj. kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 534,6 millj. kr. Þá er áætlað að um 524,9 millj. kr. fari til framkvæmda. Bæjarstjórn samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu sem verður 15. janúar n.k.

gpvemim0.jpg

Lesa meira

Jólafriður við kertaljós á sunnudag

Næstkomandi sunnudag verða haldnir tónleikarnir Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði.  Það er tónlistarmaðurinn Daníel Arason sem er frumkvöðull að tónleikunum og hefur haft veg og vanda af þeim frá upphafi.  Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega í sjö ár og áhersla lögð á þátttöku tónlistarfólks af Austurlandi og vandaðan flutning.  Á tónleikunum koma fram einsöngvarar, kór og hljómsveit, ásamt strengja- og blásarasveit.  Flutt verður jólatónlist úr ýmsum áttum en meginmarkmiðið er að skapa rólega og friðsæla stemningu.  Eingöngu verður kveik á kertaljósum og tilvalið er að koma og njóta fallegrar tónlistar til að slaka á í lok aðventu. 

gnecf9ni.jpg

Lesa meira

Jóna Guðlaug blakkona ársins

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona úr Þrótti, hefur verið valin blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands. Jóna Guðlaug var fyrirliði Þróttar sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari seinasta vetur.
 

Lesa meira

Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga

Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.

1012288.jpg

Lesa meira

Æfðu blak í náttfötunum

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir sendi vefnum þessa fallegu mynd af börnum í Þrótti Neskaupstað. Þau voru að æfa blak á síðustu æfingu fyrir jól í náttfötunum í vikunni. Nú eru þau öll komin í jólafrí og undirbúningur hátíðarinnar í algleymingi.

Flottir krakkar!

rttarblakbrn.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.