Fjölskylduvænn fjöltyngis viðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00. Nanna Gunnarsdóttir, leikkona og Magdalena Tworek leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund um farfugla Íslands. Aðgangur ókeypis.
Stöð í Stöð er hafin á Stöðvarfirði. Fjölskylduhátíðin hófst með pompi og prakt fimmtudagskvöldið 6. júlí með bubblubolta fyrir unga sem aldna. Framundan er fjölbreytt dagskrá, Pallaball í kvöld og fjölskyldudagskrá á morgun, laugardag.
Listaunnendur nær og fjær verða ekki sviknir á Djúpavogi laugardaginn næstkomandi. Samtímalistasafnið Ars Longa opnar nýja sýningu í Vox húsinu, Sigurður Guðmundsson verður með bókakynningu og um kvöldið verður handpönnu einleikur í Tankinum.
Olga Vocal Ensemble, alþjóðlegur sönghópur, fagnar 10 ára starfsafmæli í ár og heldur tónleika víðs vegar um Ísland, í kvöld koma þeir fram á síðustu tónlistarstund sumarsins sem fer fram í Egilsstaðakirkju.
Níu austfirskir veitingastaðir taka þátt í sameiginlegu markaðsátaki íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem ætlað er að markaðssetja íslenskt sjávarfang til erlendra ferðamanna til að auka neyslu þeirra á sjávarafurðum meðan þeir dvelja á íslandi.
Hjónin Heinke og Eckart Krome viðurkenna að hafa ekkert vitað um Ísland þegar þau komu fyrst til landsins árið 1976. Þau eru heldur fróðari nú, 27 heimsóknum síðar. Þau eru bæði lærðir ljósmyndarar og eftir þau liggur fjöldi mynda af landinu.
Í dag hefst listahátíðin LungA með formlegu opnunarhófi í Herðubreið klukkan 17:00. Þátttakendur eru mættir á Seyðisfjörð og hófust námskeiðin í dag, af fullum krafti.
Fyrstu tónleikarnir í röðinni Sumartónleikar Djúpavogskirkju verða haldnir í kvöld þegar Guðmundur R. kemur þar fram ásamt hljómsveit. Tónleikahaldari segir framúrskarandi hljómburð í kirkjunni og vonast til að heimafólk taki vel í viðburðahaldið.