Seyðfirðingar fagna sumarsólstöðum

Skaftfell bistro og listamiðstöðin Skaftfell standa saman að miðsumarsólstöðuhátíð á Seyðisfirði á morgun með mat, list og íslenskum Jónsmessuhefðum.

Lesa meira

Aðeins hundrað miðar eftir á Bræðsluna í ár

Sala miða á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra gengur eins vel nú og undanfarin ár og eru aðeins um hundrað miðar eftir að sögn skipuleggjanda.

Lesa meira

Dúxinn úr ME langar að helga sig náttúruvernd

Hann hefur enga hugmynd um hvers vegna hann brennur svo mjög fyrir náttúrunni og náttúruvernd í víðum skilningi en Unnar Aðalsteinsson, dúx úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor, hyggst helga sig þeim málum í framtíðinni.

Lesa meira

Vopnfirðingar fagna með Bakkfirðingum um helgina

Hátíðin Bakkafest er að vaxa út frá Bakkafirði því hún hefst í kvöld á Vopnafirði. Stjórnandi hennar segir markmiðið að færa áfram út kvíarnar og byggja upp útihátíð fyrir Norðausturhornið.

Lesa meira

Kiosk 108 opnar á þjóðhátíðardaginn

Menningarhúsið Kiosk 108 opnar á Seyðisfirði á þjóðhátíðardaginn. Um er að ræða gamalt stýrishús af skipi sem fengið hefur nýtt hlutverk. Verkið og einkum staðsetning þess hefur verið umdeild en staðfest hefur verið að það standi óhreyft út sumarið.

Lesa meira

Sumarið raunverulega komið þegar Fjóshornið opnar

Þeir eru til nokkrir á Egilsstöðum sem telja sumarið aldrei sannarlega komið fyrr en Fjóshornið á Egilsstaðabúinu hefur opnað dyr sínar fyrir gestum. Samkvæmt því hófst sumarið þann 1. júní.

Lesa meira

17. júní á Austurlandi 2023

Hátíðarræður, fjallkonur, leikir, tónlist og veitingar verða á sínum stað á hátíðahöldum í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní á Austurlandi í ár. Heitt verður í veðri.

Lesa meira

Biðlistar í sérstök „myndlistarpartí“ í Sesam brauðhúsi

Hún kom til Íslands fyrir níu mánuðum síðan, endaði á Reyðarfirði þar sem hún starfar hjá Sesam brauðhúsi og tók nýverið upp á því að bjóða í „myndlistarpartí“ á sunnudögum. Það tekist svo vel til að það eru komnir biðlistar í næstu partí.

Lesa meira

Sýningarrýmið í Þórsmörk endurbætt fyrir sýningar sumarsins

Páll Ivan frá Eiðum er fyrsti listamaðurinn sem sýnir í endurbættu sýningarrými Þórsmerkur í Neskaupstað en myndlistarsýning hans opnaði þar á laugardag. Tónleikaröðin Tónaflug hóf einnig göngu sína þá en þessir viðburðir marka upphafið að sumarstarfi Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.