Náttúran þarf að eiga öflugan málsvara

Þorgerður María Þorbjarnardóttir var í vor kjörin formaður Landverndar, stærstu náttúruverndarsamtaka Íslands. Þorgerður bjó á Egilsstöðum til 18 ára aldurs og hefur síðan starfað sem landvörður á Austurlandi.

Lesa meira

Viðburðir víða yfir sjómannadagshelgina

Dagskrá helgarinnar litast af því að sjómannadagur er á sunnudag. Fyrir utan hefðbundnar skemmtanir á borð við siglingar og sjómannaleiki er tækifærið á nokkrum stöðum nýtt til stærra viðburðahalds. Austurfrétt lítur hér yfir helstu viðburði helgarinnar.

Lesa meira

Sportbílarallý áði á Djúpavogi – Myndir

Um 50 sportbílum var lagt fyrir utan Hótel Framtíð í hádeginu á miðvikudag meðan eigendur þeirra snæddu þar hádegisverð. Bílarnir tóku þátt í hringferð Rallystory um Ísland.

Lesa meira

Bjartsýni í Vallarneskirkju

Allsérstakur viðburður mun eiga sér stað í Vallarneskirkju síðdegis á morgun laugardag þegar flautukvartettinn Bjartsýni heldur tónleika undir yfirskriftinni Sumardagur á fjöllum. Þar alfarið um austfirska flautuleikara að ræða og verður meðal annars frumflutt nýtt verk eftir fimmta Austfirðinginn.

Lesa meira

Nýtt fólk að baki Skaftfell bistro

Þau Garðar Bachmann Þórðarson, Eva Jazmin Servena, Hjörvar Vífilsson, Sóley Guðrún Sveinsdóttir og Sesselja Hlín Jónasardóttir hafa í sameiningu tekið við rekstri Skaftfell bistro, veitingastaðar í kjallara menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Garðar og Sesselja hafa sterka tengingu við húsið sem gefið var af afa þeirra og ömmu, Garðari Eymundssyni og Karólínu Þorsteinsdóttur.

Lesa meira

Múlaþing 2023 komið út

Tímaritið Múlaþing, sem gefið er út af Sögufélagi Austurlands, er komið út. Um er að ræða 45 ritið í röðinni.

Lesa meira

Tekið til eftir leikmenn vetrarins

Hreindýr gera sig orðið heimakomin á Djúpavogi nær allt árið, utan hásumarsins sem einnig afmarkar veiðitímabilið. Myndir af þeim á íþróttavelli staðarins hafa meðal annars vakið lukku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.