Viðburðir víða yfir sjómannadagshelgina
Dagskrá helgarinnar litast af því að sjómannadagur er á sunnudag. Fyrir utan hefðbundnar skemmtanir á borð við siglingar og sjómannaleiki er tækifærið á nokkrum stöðum nýtt til stærra viðburðahalds. Austurfrétt lítur hér yfir helstu viðburði helgarinnar.Sportbílarallý áði á Djúpavogi – Myndir
Um 50 sportbílum var lagt fyrir utan Hótel Framtíð í hádeginu á miðvikudag meðan eigendur þeirra snæddu þar hádegisverð. Bílarnir tóku þátt í hringferð Rallystory um Ísland.Bjartsýni í Vallarneskirkju
Allsérstakur viðburður mun eiga sér stað í Vallarneskirkju síðdegis á morgun laugardag þegar flautukvartettinn Bjartsýni heldur tónleika undir yfirskriftinni Sumardagur á fjöllum. Þar alfarið um austfirska flautuleikara að ræða og verður meðal annars frumflutt nýtt verk eftir fimmta Austfirðinginn.
Nýtt fólk að baki Skaftfell bistro
Þau Garðar Bachmann Þórðarson, Eva Jazmin Servena, Hjörvar Vífilsson, Sóley Guðrún Sveinsdóttir og Sesselja Hlín Jónasardóttir hafa í sameiningu tekið við rekstri Skaftfell bistro, veitingastaðar í kjallara menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Garðar og Sesselja hafa sterka tengingu við húsið sem gefið var af afa þeirra og ömmu, Garðari Eymundssyni og Karólínu Þorsteinsdóttur.„Í Íslandi fáa allir næmingar heitan mat á middegi“
„Það var öllum miður að þurfa að fara af landi brott og flestir hefðu viljað vera mun lengur meðal nýrra skemmtilegra félaga á Seyðisfirði.“
Múlaþing 2023 komið út
Tímaritið Múlaþing, sem gefið er út af Sögufélagi Austurlands, er komið út. Um er að ræða 45 ritið í röðinni.Tekið til eftir leikmenn vetrarins
Hreindýr gera sig orðið heimakomin á Djúpavogi nær allt árið, utan hásumarsins sem einnig afmarkar veiðitímabilið. Myndir af þeim á íþróttavelli staðarins hafa meðal annars vakið lukku.Húsfyllir á Stóru upplestrarkeppninni í Fjarðabyggð
Þéttsetið var í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í síðasta mánuði þegar þar fór fram héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Fjarðabyggð.