„Sumir segja hagyrðingamótið skemmtilegasta kvöld sumarsins í Fjarðarborg“
Nóg verður um að vera í Fjarðarborg á Borgarfirði um helgina. Hið árlega hagyrðinamót verður á vísum stað, auk kótilettukvölds, tónleika og uppistands.Dönskuáhuginn veltur mikið á kennaranum
Vibeke Lund var síðasta skólaár farkennari í dönsku í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Hún segir að þótt oft sé talað illa um dönskuna fylgi hugur ekki þar fyllilega máli því mikill áhugi sé hérlendis á danskri menningu og margir eigi góðar minningar um ferðalög til Danmerkur. Áhugi á dönsku konungsfjölskyldunni kom henni á óvart.„Bara láta vaða, engin spurning“
„Það geta allir tekið að sér skiptinema. Ég var bara ein í heimili ásamt hundinum, þannig að það skiptir engu máli hvort fjölskyldan sé stór eða lítil,“ segir Málfríður Björnsdóttir á Egilsstöðum, en hún opnaði heimili sitt fyrir skiptinema á vegum AFS síðastliðinn vetur. Fyrir fólk sem hefur áhuga á að gera slíkt hið sama þá er tækifærið núna því enn er leitað að heimilum fyrir skiptinema á skólaárinu sem er að hefjast.Eins og að kremja hjartað að láta pressa bílinn
Þýsku hjónin Maria og Michael Zimmerer lögðu af stað sæl og glöð frá heimili sínu í nágrenni Ágsborgar snemma í júní. Eftir stuttan akstur á Íslandi fór bíllinn þeirra að láta ófriðlega. Hann var dreginn að verkstæði við Finnsstaði á Fljótsdalshéraði og stóð þar í hátt á sjöttu viku á meðan beðið var eftir nýrri vél.Birna Jóna í þriðja sæti í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands
Birna Jóna Sverrisdóttir úr UÍA varð í þriðja sæti í sleggjukasti kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var um síðustu helgi. Birna Jóna náði þar sínu lengsta kasti á ferlinum.„Ef ein manneskja tengir við tónlistina mína þá er ég sátt“
„Þetta er önnur platan sem ég og Stefán Örn Gunnarsson gerum saman. Hann er algert náttúrubarn í tónlist og við vinnum mjög vel saman,“ segir tónlistarkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir um plötu sína Pipedreams sem er plata líðandi viku á Rás 2.Sungið um stemminguna á Norðfirði í nýju Neistaflugslagi
Nýtt lag fyrir bæjarhátíðina Neistaflug er komið í loftið. Það er hluti af hátíðahöldum í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar.Laddi pínu súr en aðrir himinlifandi með Bræðsluhelgina
Bæði gestir og heimamenn á Borgarfirði eystra voru glaðir og reyfir alla Bræðsluhelgina enda fór allt meira og minna vel fram í bænum og á hátíðarsvæðinu sjálfu.