Um 400 manns í kenderísgöngu
Áætlað er að um 400 manns hafi í gærkvöldi tekið þátt í bæjargöngu Franskra daga á Fáskrúðsfirði, eða kenderísgöngunni. Hóflegur metingur er á milli hverfanna í bænum sem skipuleggja stoppistöðvar með veitingum á leiðinni.Afar vegleg dagskrá Franskra daga á Fáskrúðsfirði
Óformlega er sólarhringur í að hátíðin Franskir dagar hefjist í 27. skiptið á Fáskrúðsfirði en linnulítil dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa frá morgundeginum og langt fram á sunnudag. Formlega talað er þó setning Franska daga ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið samhliða hinni þekktu kenderísgöngu
„Þvældist með afa um allar trissur og fylgdist með honum spila í Lagarfljótsorminum“
Karlotta Sigurðardóttir er meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði á morgun. Hún er ættuð frá Borgarfirði af mikilli tónlistarætt og segir sönginn í blóðinu. Karlotta sendi í vor frá sér stuttskífu sem hún tók að miklu leyti upp í Tælandi.Lokasýning Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð um helgina
Sex ungir einstaklingar sem unnið hafa að hinum ýmsu verkum undir hatti Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð í sumar sýna verkin öll á lokasýningu hópsins um helgina.
Hefja viðburðahald á Eiðum með tónleikum Jónasar Sig
Tónlistarmaðurinn og fyrrum Eiðaneminn Jónas Sigurðsson verður í kvöld fyrstur til að koma fram í hátíðarsal gamla Eiðaskóla á vegum nýrra rekstraraðila þar. Næsti viðburður verður strax á morgun.Upplýsingaskilti um manninn á bakvið Kobbasíurnar
Á Djúpavogi var nýverið sett upp upplýsingaskilti um Jakob Gunnar Gunnarsson, skósmið sem gerði gúmmískó sem kölluðust „Kobbasíur“ og eldri Djúpavogsbúar sem fleiri Austfirðingar hafa átt minningar um.Allir vita hvað Kökubærinn er
Um fimmtán ára skeið hefur sú hefð verið við lýði á Fáskrúðsfirði að öll erlend skip sem þar koma til hafnar fá að gjöf stóra og mikla tertu í boði Loðnuvinnslunnar. Bærinn þannig orðinn vel þekktur sem Cake Town eða Kageport eftir atvikum.